Hrakin burt úr Hamraborg eftir 30 ár.

Fatahreinsun Kópavogs á sterkar rætur í hugum Kópavogsbúa enda hefur fyrirtækið verið rótgróið í Hamraborg síðustu 30 árin.  En eftir allan þennan tíma telja eigendurnir sæng sína útbreidda og ætla að flytja reksturinn á Smiðjuveg 11. Ástæðan er óbilgirni eigenda húsnæðisins að Hamraborg 7, slæm umgengni og sóðalegt viðskiptaumhverfi þar sem hver bendir á ábyrgð annars.

Fatahreinsun Kópavogs hefur verið í Hamraborg 7 um árabil.
Fatahreinsun Kópavogs hefur verið í Hamraborg 7 um árabil.

„Við erum Guðs lifandi fegin að vera flutt núna út,“ segir Helena Íris Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, „enda höfum við þurft að eiga við 3-4 nýja eigendur að þessu húsnæði á síðasta ári. Enginn gerði neitt. Umgengni var ömurleg og það var alltaf verið að taka af okkur rafmagn og hita. Það keyrði síðan um þverbak þegar núverandi eigandi, félag sem kallar sig Golden Circle og ætlar að reisa þarna íbúðahótel, hækkaði leiguna umtalsvert og gaf okkur 2 daga til að svara því. Við litum á þetta sem uppsögn og  sjáum ekki eftir að flytja á Smiðjuvegi 11,“ segir Helena.

Yfir 70 manns, þar af 11 börn, hafa haft búsetu í Hamraborg 7, í ólöglegu atvinnuhúsnæði. Þeim hefur verið gert að flytja út fyrir fyrsta nóvember næstkomandi. Flestir þeirra hafa ekki fundið nýtt húsnæði að búa i, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Hamraborg 7.
Hamraborg 7.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór