Hrakin burt úr Hamraborg eftir 30 ár.

Fatahreinsun Kópavogs á sterkar rætur í hugum Kópavogsbúa enda hefur fyrirtækið verið rótgróið í Hamraborg síðustu 30 árin.  En eftir allan þennan tíma telja eigendurnir sæng sína útbreidda og ætla að flytja reksturinn á Smiðjuveg 11. Ástæðan er óbilgirni eigenda húsnæðisins að Hamraborg 7, slæm umgengni og sóðalegt viðskiptaumhverfi þar sem hver bendir á ábyrgð annars.

Fatahreinsun Kópavogs hefur verið í Hamraborg 7 um árabil.
Fatahreinsun Kópavogs hefur verið í Hamraborg 7 um árabil.

„Við erum Guðs lifandi fegin að vera flutt núna út,“ segir Helena Íris Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, „enda höfum við þurft að eiga við 3-4 nýja eigendur að þessu húsnæði á síðasta ári. Enginn gerði neitt. Umgengni var ömurleg og það var alltaf verið að taka af okkur rafmagn og hita. Það keyrði síðan um þverbak þegar núverandi eigandi, félag sem kallar sig Golden Circle og ætlar að reisa þarna íbúðahótel, hækkaði leiguna umtalsvert og gaf okkur 2 daga til að svara því. Við litum á þetta sem uppsögn og  sjáum ekki eftir að flytja á Smiðjuvegi 11,“ segir Helena.

Yfir 70 manns, þar af 11 börn, hafa haft búsetu í Hamraborg 7, í ólöglegu atvinnuhúsnæði. Þeim hefur verið gert að flytja út fyrir fyrsta nóvember næstkomandi. Flestir þeirra hafa ekki fundið nýtt húsnæði að búa i, samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta.

Hamraborg 7.
Hamraborg 7.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar