Hringsjá á Smalaholti vígð

Hringsjáin á Smalaholti er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.

Sunnudaginn 25. maí kl. 13.30 verður vígð hringsjá (útsýnisskífa) á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar í Smalaholti, nánar tiltekið vestur af Austurkór 179 í Rjúpnahæð. Hringsjáin er sett upp á landamerkjastöpul í holtinu og er ákaflaga víðsýnt frá staðnum.

Hringsjáin á Smalaholti er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.
Hringsjáin á Smalaholti er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.

Gerð hringsjárinnar er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðabæjar. Jakob Hálfdánarson útbjó skífuna en bæjarfélögin tilnefndu örnefnafróða menn sem fulltrúa sína. Frá Kópavogsbæ kom Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur og Sigurður Björnsson verkfræðingur frá Garðabæ. Kostnaður við verkið skiptist jafnt milli bæjarfélaganna. Þetta er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.

Göngustígur hefur verið lagður frá enda Austurkórs að hringsjánni og heldur hann áfram niður að Vífilsstaðavatni og reyndar alla leið í Heiðmörk. Allir eru velkomnir að vera viðstaddir vígsluna á sunnudaginn kemur og jafnframt er fólk hvatt til að koma síðar, njóta útsýnisins og fræðast um örnefni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,