Hringsjá á Smalaholti vígð

Sunnudaginn 25. maí kl. 13.30 verður vígð hringsjá (útsýnisskífa) á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar í Smalaholti, nánar tiltekið vestur af Austurkór 179 í Rjúpnahæð. Hringsjáin er sett upp á landamerkjastöpul í holtinu og er ákaflaga víðsýnt frá staðnum.

Hringsjáin á Smalaholti er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.
Hringsjáin á Smalaholti er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.

Gerð hringsjárinnar er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðabæjar. Jakob Hálfdánarson útbjó skífuna en bæjarfélögin tilnefndu örnefnafróða menn sem fulltrúa sína. Frá Kópavogsbæ kom Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur og Sigurður Björnsson verkfræðingur frá Garðabæ. Kostnaður við verkið skiptist jafnt milli bæjarfélaganna. Þetta er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.

Göngustígur hefur verið lagður frá enda Austurkórs að hringsjánni og heldur hann áfram niður að Vífilsstaðavatni og reyndar alla leið í Heiðmörk. Allir eru velkomnir að vera viðstaddir vígsluna á sunnudaginn kemur og jafnframt er fólk hvatt til að koma síðar, njóta útsýnisins og fræðast um örnefni.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn