Hringsjá á Smalaholti vígð

Hringsjáin á Smalaholti er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.

Sunnudaginn 25. maí kl. 13.30 verður vígð hringsjá (útsýnisskífa) á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar í Smalaholti, nánar tiltekið vestur af Austurkór 179 í Rjúpnahæð. Hringsjáin er sett upp á landamerkjastöpul í holtinu og er ákaflaga víðsýnt frá staðnum.

Hringsjáin á Smalaholti er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.
Hringsjáin á Smalaholti er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.

Gerð hringsjárinnar er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðabæjar. Jakob Hálfdánarson útbjó skífuna en bæjarfélögin tilnefndu örnefnafróða menn sem fulltrúa sína. Frá Kópavogsbæ kom Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur og Sigurður Björnsson verkfræðingur frá Garðabæ. Kostnaður við verkið skiptist jafnt milli bæjarfélaganna. Þetta er fyrsta hringsjá sem sett er upp á vegum Kópavogsbæjar í 45 ár, eða frá því hringsjáin kom á Víghól árið 1969.

Göngustígur hefur verið lagður frá enda Austurkórs að hringsjánni og heldur hann áfram niður að Vífilsstaðavatni og reyndar alla leið í Heiðmörk. Allir eru velkomnir að vera viðstaddir vígsluna á sunnudaginn kemur og jafnframt er fólk hvatt til að koma síðar, njóta útsýnisins og fræðast um örnefni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar