Hugsum stærra

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Andri Steinn Hilmarsson gefur kost á sér í 2.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ég hef búið í Kópavogi meira og minna alla mína ævi, en ég flutti í bæinn þegar ég var tveggja ára gamall, árið 1995. Á þessum tíma hefur Kópavogurinn tekið stakkaskiptum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og hefur okkur alltaf borið gæfa til þess að leggja áherslu á að hafa skólamál, húsnæðismál, íþrótta- og æskulýðsmál og velferðarmál í lagi. Góð þjónusta er ávísun á góð lífsgæði íbúanna. Þegar við höfum byggt upp ný hverfi hefur sveitarfélagið verið á undan með innviðina.

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram næsta laugardag bjóða 15 öflugir frambjóðendur fram krafta sína til að taka þátt í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og hafa þannig áhrif á mótun bæjarins til framtíðar. Framundan er mikil uppbygging í Vatnsenda, Glaðheimum, Smáranum, Hamraborgarsvæði, Auðbrekku og á Kársnesi. Íbúar Kópavogs verða 40 þúsund á þessu ári og 50 þúsund innan tuttugu ára.

Þessi mikla uppbygging mun hafa jákvæð áhrif á mannlíf í bænum. Með því að horfa inn á við nýtum við ekki aðeins innviðina betur, heldur þrífst þjónusta betur í þéttleikanum. Nyrst á Kársnesi eru uppi hugmyndir um uppbyggingu svæðisins í svokölluðum „old town“ stíl, þar sem rísa veitingastaðir, verslanir innan um listafólk. Með uppbyggingunni á Hamraborgarsvæðinu og Auðbrekku skapast einnig miklir möguleikar til mannlífs. Ráðast þarf í miklar breytingar á svæðinu til þess að gera það aðlaðandi fyrir fólk. Staðsetningin er einstök í miðju höfuðborgarsvæðinu í návígi við fjölfarna skiptistöð almenningssamgangna, og þeim mun aðeins fjölga sem þarna fara um en íbúar höfuðborgarsvæðisins verða 300 þúsund árið 2040 samkvæmt mannfjöldaspám.

Ég vil hafa áhrif á þessa þróun á næsta kjörtímabili. Mér þykir vænt um bæinn minn og langar að geta sótt meiri þjónustu innan hans. Sveitarfélagið þarf að horfa til atvinnuþróunar, nýsköpunar og mannlífs til lengri framtíðar við skipulag þessara svæða. Við þurfum að leggja Reykjanesbrautina í stokk til þess að tengja saman Glaðheima og Lindirnar við Smáralindarsvæðið og Smárann. Ávinningurinn er ótvíræður.

Við þurfum að leyfa okkur að hugsa stórt og til lengri framtíðar. Þess vegna býð ég fram krafta mína fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og óska eftir þínum stuðningi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar