Innlit til Lovísu Ólafsdóttur að Huldubraut 31

Hjónin Lovísa Ólafsdóttir og Sævar Guðbergsson fengu viðurkenningu umhverfis- og samgöngunendar Kópavogs í ár fyrir endurgerð húsnæðis.

Lovísa Ólafsdóttir og Sævar Guðbergsson fengu viðurkenningu fyrir endurbætur hússins að Huldubraut 31.
Lovísa Ólafsdóttir og Sævar Guðbergsson fengu viðurkenningu fyrir endurbætur hússins að Huldubraut 31.

Huldubraut 31, áður Kársnesbraut 56, var reist árið 1949 af Sigríði og Guðmundi Breiðfjörð. Lovísa og Sævar keyptu húsið árið 1991 og hafa staðið í framkvæmdum og endurgerð hússins allar götur síðan þá. Húsið var mjög illa farið og lóðin í mikilli órækt.  Þegar húsið var keypt árið 1991 var Huldubraut ómalbikuð og enginn ljósastaur við enda götunnar þar sem húsið stendur. Huldubraut 31 var einnig fyrsta húsið í götunni sem fékk síma. Þangað kom fólk úr nágreninu til að hringja og þangað var hringt í nágrannana og þeir sóttir.

Huldubraut 31.
Huldubraut 31.

Sævar var farinn í veiðiferð með félögunum þegar við kíktum í innlit til þeirra hjóna í morgun, en Lovísa bauð okkur velkomin og fræddi okkur um sögu hússins og endurgerð þess:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn