Hundaleikvöllur í Kópavogi

Lipurtá gæti fengið leikvöll með fleiri hundum í Kópavogi innan tíðar.
Þetta er hún Lipurtá sem mun örugglega leika sér á hundaleikvelli Kópavogs.

Hundaeigendur í Kópavogi hafa lengi beðið eftir hundaleikvelli í bænum. Oft hafa komið upp leiðinleg mál um lausagöngu hunda, en samkvæmt reglum eiga hundar ekki að ganga lausir í þéttbýli. Sem betur fer virða flestir hundaeigendur þessa reglu, en alltaf eru einhverjir hundar sem sleppa eða fólk missir þá frá sér. Það er staðreynd að sumir eru hræddir við hunda og einnig eru aðrir sem eru hræddir um hundana sína fyrir öðrum hundum.

Hinn 17. janúar 2012 setti skipulagsnefnd Kópavogs hundaleikvöll í Kópavog á dagskrá þegar lögð var fram tillaga um málið að mínu frumkvæði. Hinn 27. ágúst 2013 lagði nefndin það til við bæjarráð að gert yrði hundagerði (hundaleikvöllur) í hluta gamla skeiðvallarins við Álalind. Svæðið yrði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.

Sennilega væri heppilegt að um tvö afgirt svæði verði að ræða, eitt fyrir stóra hunda og annað fyrir litla hunda. Jarðvegur á svæðinu ætti ekki að vera gras, heldur annar heppilegur jarðvegur sem auðvelt væri að hreinsa. Þá er nauðsynlegt að hafa ruslatunnur og standa með pokum fyrir hundaskít og gott væri einnig að svæðið væri upplýst. Hættulaus hundafimitæki eins og hopp, göng og litlar brýr væru einnig hægt að setja upp.

Búast má við að hægt verði að taka hundaleikvöllurinn í notkun í vor eftir að snjóa leysir og frost er farið úr jörðu.

Mikilvægt er að hundar séu í bandi, en lausir á afgirtum hundaleikvelli.

Una María Óskarsdóttir, uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og formaður íþróttaráðs Kópavogs.
Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Una María Óskarsdóttir varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð