Hundaleikvöllur í Kópavogi

Lipurtá gæti fengið leikvöll með fleiri hundum í Kópavogi innan tíðar.
Þetta er hún Lipurtá sem mun örugglega leika sér á hundaleikvelli Kópavogs.

Hundaeigendur í Kópavogi hafa lengi beðið eftir hundaleikvelli í bænum. Oft hafa komið upp leiðinleg mál um lausagöngu hunda, en samkvæmt reglum eiga hundar ekki að ganga lausir í þéttbýli. Sem betur fer virða flestir hundaeigendur þessa reglu, en alltaf eru einhverjir hundar sem sleppa eða fólk missir þá frá sér. Það er staðreynd að sumir eru hræddir við hunda og einnig eru aðrir sem eru hræddir um hundana sína fyrir öðrum hundum.

Hinn 17. janúar 2012 setti skipulagsnefnd Kópavogs hundaleikvöll í Kópavog á dagskrá þegar lögð var fram tillaga um málið að mínu frumkvæði. Hinn 27. ágúst 2013 lagði nefndin það til við bæjarráð að gert yrði hundagerði (hundaleikvöllur) í hluta gamla skeiðvallarins við Álalind. Svæðið yrði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.

Sennilega væri heppilegt að um tvö afgirt svæði verði að ræða, eitt fyrir stóra hunda og annað fyrir litla hunda. Jarðvegur á svæðinu ætti ekki að vera gras, heldur annar heppilegur jarðvegur sem auðvelt væri að hreinsa. Þá er nauðsynlegt að hafa ruslatunnur og standa með pokum fyrir hundaskít og gott væri einnig að svæðið væri upplýst. Hættulaus hundafimitæki eins og hopp, göng og litlar brýr væru einnig hægt að setja upp.

Búast má við að hægt verði að taka hundaleikvöllurinn í notkun í vor eftir að snjóa leysir og frost er farið úr jörðu.

Mikilvægt er að hundar séu í bandi, en lausir á afgirtum hundaleikvelli.

Una María Óskarsdóttir, uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og formaður íþróttaráðs Kópavogs.
Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Una María Óskarsdóttir varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Birkir Jón
Spjaldtölvuafhending_Hörðuvallaskóli3
Donata H. Bukowska.
BokasafnNatturufraedi_2
Símamótið
litlifiskidagur
Riff-undirritun2
Kópavogsbær. Fannborg.
Kristinn Rúnar Kristinsson.