Hundaleikvöllur í Kópavogi

Lipurtá gæti fengið leikvöll með fleiri hundum í Kópavogi innan tíðar.
Þetta er hún Lipurtá sem mun örugglega leika sér á hundaleikvelli Kópavogs.

Hundaeigendur í Kópavogi hafa lengi beðið eftir hundaleikvelli í bænum. Oft hafa komið upp leiðinleg mál um lausagöngu hunda, en samkvæmt reglum eiga hundar ekki að ganga lausir í þéttbýli. Sem betur fer virða flestir hundaeigendur þessa reglu, en alltaf eru einhverjir hundar sem sleppa eða fólk missir þá frá sér. Það er staðreynd að sumir eru hræddir við hunda og einnig eru aðrir sem eru hræddir um hundana sína fyrir öðrum hundum.

Hinn 17. janúar 2012 setti skipulagsnefnd Kópavogs hundaleikvöll í Kópavog á dagskrá þegar lögð var fram tillaga um málið að mínu frumkvæði. Hinn 27. ágúst 2013 lagði nefndin það til við bæjarráð að gert yrði hundagerði (hundaleikvöllur) í hluta gamla skeiðvallarins við Álalind. Svæðið yrði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.

Sennilega væri heppilegt að um tvö afgirt svæði verði að ræða, eitt fyrir stóra hunda og annað fyrir litla hunda. Jarðvegur á svæðinu ætti ekki að vera gras, heldur annar heppilegur jarðvegur sem auðvelt væri að hreinsa. Þá er nauðsynlegt að hafa ruslatunnur og standa með pokum fyrir hundaskít og gott væri einnig að svæðið væri upplýst. Hættulaus hundafimitæki eins og hopp, göng og litlar brýr væru einnig hægt að setja upp.

Búast má við að hægt verði að taka hundaleikvöllurinn í notkun í vor eftir að snjóa leysir og frost er farið úr jörðu.

Mikilvægt er að hundar séu í bandi, en lausir á afgirtum hundaleikvelli.

Una María Óskarsdóttir, uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og formaður íþróttaráðs Kópavogs.
Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Una María Óskarsdóttir varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á