Hundaleikvöllur við Vatnsendahvarf

1515030_10202047574684548_1435328287_nHundaeigendur í Kópavogi hafa lengi beðið eftir hundaleikvelli í bænum eins og Una María Óskarsdóttir rakti hér í grein fyrr á árinu. Oft hafa komið upp leiðinleg mál um lausagöngu hunda, en samkvæmt reglum eiga hundar ekki að ganga lausir í þéttbýli.

Skipulagsnefnd Kópavogs lagði til við bæjarráð í fyrra að gert yrði hundagerði (hundaleikvöllur) í hluta gamla skeiðvallarins við Álalind. Svæðið yrði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, hefur nú lagt til við bæjarráð að umhverfissviði verði falið að merkja og afmarka svæði við Vatnsendahvarf sem hundasvæði.  Áætlaður kostnaður við slíkt er um það bil 100 þúsund krónur. Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á