Hundaleikvöllur við Vatnsendahvarf

1515030_10202047574684548_1435328287_nHundaeigendur í Kópavogi hafa lengi beðið eftir hundaleikvelli í bænum eins og Una María Óskarsdóttir rakti hér í grein fyrr á árinu. Oft hafa komið upp leiðinleg mál um lausagöngu hunda, en samkvæmt reglum eiga hundar ekki að ganga lausir í þéttbýli.

Skipulagsnefnd Kópavogs lagði til við bæjarráð í fyrra að gert yrði hundagerði (hundaleikvöllur) í hluta gamla skeiðvallarins við Álalind. Svæðið yrði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, hefur nú lagt til við bæjarráð að umhverfissviði verði falið að merkja og afmarka svæði við Vatnsendahvarf sem hundasvæði.  Áætlaður kostnaður við slíkt er um það bil 100 þúsund krónur. Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn