Hundaleikvöllur við Vatnsendahvarf

1515030_10202047574684548_1435328287_nHundaeigendur í Kópavogi hafa lengi beðið eftir hundaleikvelli í bænum eins og Una María Óskarsdóttir rakti hér í grein fyrr á árinu. Oft hafa komið upp leiðinleg mál um lausagöngu hunda, en samkvæmt reglum eiga hundar ekki að ganga lausir í þéttbýli.

Skipulagsnefnd Kópavogs lagði til við bæjarráð í fyrra að gert yrði hundagerði (hundaleikvöllur) í hluta gamla skeiðvallarins við Álalind. Svæðið yrði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, hefur nú lagt til við bæjarráð að umhverfissviði verði falið að merkja og afmarka svæði við Vatnsendahvarf sem hundasvæði.  Áætlaður kostnaður við slíkt er um það bil 100 þúsund krónur. Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér