Húsfyllir í Háskólabíó

Háskólabíó fylltist út úr dyrum í gærkvöldi á fyrirlestrum afreksfólksins Vilborgar Örnu Gissurardóttur, suðurpólfara og Leifs Arnar Svavarssonar, fjallamanns sem fór upp norðurhlið Everest. Leifur Örn er fæddur og uppalinn í Kópavogi. Vilborg hreif húsið með sér í skemmtilegri og einlægri frásögn af sjálfri sér og markmiðum sínum sem leiddu hana á Suðurpólinn. Leifur Örn sýndi hrikalegar myndir frá norðurhlið Everest sem kostað hefur marga fjallgöngumenn lífið. Slysavarnafélagið Landsbjörg var einnig á staðnum og kynnti upplýsingavefur Safetravel.is um örugga ferðamennsku á Íslandi.

Helgi Rúnar Óskarsson, hjá 66° Norður sem stóð að viðburðinum var hæstánægður með kvöldið. „Við þurfum að leita aftur fyrir daga sjónvarps til að sjá eitthvað þessu líkt, þegar ferðalangar komu af framandi slóðum og fylltu heilu samkomuhúsin með ferðasögum og myndasýningum. Hingað í kvöld kom ólíklegasta fólk, úr öllum áttum og á öllum aldri og allir hrifust með þessum mögnuðu fyrirlestrum. Þetta er skýrt merki um þá vaxandi bylgju af áhuga fólks á útivist og hreyfingu sem við finnum svo vel fyrir. Það er eitthvað mikið að gerast í þessum efnum hjá þjóðinni.“

Leifur Örn Svavarsson,  Everest-fari, Vilborg Arna Gissurardóttir, Suðurpólfari og Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66?Norður og í baksýn er salurinn óðum að fyllast.
Leifur Örn Svavarsson, Everest-fari, Vilborg Arna Gissurardóttir, Suðurpólfari og Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður og í baksýn er salurinn óðum að fyllast.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn