Húsfyllir í Háskólabíó

Háskólabíó fylltist út úr dyrum í gærkvöldi á fyrirlestrum afreksfólksins Vilborgar Örnu Gissurardóttur, suðurpólfara og Leifs Arnar Svavarssonar, fjallamanns sem fór upp norðurhlið Everest. Leifur Örn er fæddur og uppalinn í Kópavogi. Vilborg hreif húsið með sér í skemmtilegri og einlægri frásögn af sjálfri sér og markmiðum sínum sem leiddu hana á Suðurpólinn. Leifur Örn sýndi hrikalegar myndir frá norðurhlið Everest sem kostað hefur marga fjallgöngumenn lífið. Slysavarnafélagið Landsbjörg var einnig á staðnum og kynnti upplýsingavefur Safetravel.is um örugga ferðamennsku á Íslandi.

Helgi Rúnar Óskarsson, hjá 66° Norður sem stóð að viðburðinum var hæstánægður með kvöldið. „Við þurfum að leita aftur fyrir daga sjónvarps til að sjá eitthvað þessu líkt, þegar ferðalangar komu af framandi slóðum og fylltu heilu samkomuhúsin með ferðasögum og myndasýningum. Hingað í kvöld kom ólíklegasta fólk, úr öllum áttum og á öllum aldri og allir hrifust með þessum mögnuðu fyrirlestrum. Þetta er skýrt merki um þá vaxandi bylgju af áhuga fólks á útivist og hreyfingu sem við finnum svo vel fyrir. Það er eitthvað mikið að gerast í þessum efnum hjá þjóðinni.“

Leifur Örn Svavarsson,  Everest-fari, Vilborg Arna Gissurardóttir, Suðurpólfari og Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66?Norður og í baksýn er salurinn óðum að fyllast.
Leifur Örn Svavarsson, Everest-fari, Vilborg Arna Gissurardóttir, Suðurpólfari og Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður og í baksýn er salurinn óðum að fyllast.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á