Húsnæðismál og samgöngur í Kópavogi

Eins og alkunna er, er verulegur skortur á litlum, ódýrum íbúðum og á ungt fólk margt í erfiðleikum með að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkaðinn. Þá má einnig ætla að fullorðið fólk hafi ekki tök á að minnka við sig vegna skorts á litlu húsnæði. Bæjarstjórn Kópavogs hefur þegar brugðist við því og markað stefnu í húsnæðismálum eins og ítarlega hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Tillögurnar sem koma fram í stefnunni eru raunhæfar og felast m.a í því að ýta undir virkan leigumarkað og stuðla að byggingu minni og ódýrari íbúða. Samhliða nýrri húsnæðisstefnu ákvað bæjarstjórn að breyta gjaldskrá lóða þannig að hún ýtti undir byggingu minni íbúa. Afrakstur stefnunnar er þegar farinn að sjást þar sem fjölmargir byggingarverktakar hafa gert breytingar á byggingaráformum sínum, minnkað íbúðir og fjölgað þeim, sem birtist m.a. á nýúthlutuðu svæði við Álalind og Bæjarlind, en þar rísa níu fjölbýlishús á næstunni. Í framhaldi af þessari vinnu þá hefur bæjarstjórn ákveðið að mótuð verði heildstæð samgöngustefna fyrir Kópavog þar sem m.a. verður horft til lýðheilsuþátta, öryggis og loftgæða. Innihald hennar verður strætósamgöngur, göngu- og hjólaleiðir og bílaumferð. Við viljum skapa raunhæfa valkosti í samgöngum á móti einkabílnum, auka tíðni ferða almenningsvagna, fá samgöngumiðstöð í Smárann, stykja göngu- og hjólastíga, fjölga hjólastæðum við stofnanir bæjarins og fá fyrir-

tækin í lið með okkur. Fjölmargir kjósa bíllausan lífstíl, eins og fjölgun hjólreiðamanna ber með sér og sýnir að margir vilja búa í þéttri byggð þar sem stutt er í alla þjónustu. Kópavogsbær vill koma til móts við þann hóp enda eru mikil tækifæri hér á miðju höfuðborgarsvæðinu til þess að skapa úrvals aðstæður fyrir eftirsótt vistvæn íbúðarhverfi með góðum innviðum og mikilli þjónustu. Með skýrri stefnu í húsnæðismálum og samgöngumálum mun minni íbúðum í Kópavogi fjölga og aðstæður skapast til fleiri valmöguleika á sviði samgangna.

Hlutverk sveitarfélaga er mikilvægt hvað varðar þessa tvo málaflokka, þ.e húsnæðismál og samgöngur, enda er kostnaður við þessa tvo þætti jafnan stærsti útgjaldaliður heimilanna.

Ég óska Kópavogsbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn