Hvað er Björt framtíð í Kópavogi?

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.

Björt framtíð er hópur frjálslynds fólks sem styður fjölbreytileika og ber virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Við ætlum að bjóða okkur fram til þjónustu næstu fjögur árin. Við teljum að hamingjan fleyti okkur langt og með ánægðan og breiðan hóp bæjarbúa verði bærinn okkar betri og skemmtilegri. Við viljum vinna fyrir þig, með hugrekki og hlýju, og gera góðan bæ betri. Við viljum leggja reynslu, þekkingu og áhuga okkar á vogarskálarnar til að gera Kópavog enn betri en hann er í dag.

Kópavogur er þjónustufyrirtæki

Við lítum svo á að Kópavogur sé þjónustufyrirtæki sem hefur það hlutverk að veita innihaldsríka þjónustu sem byggir á þörfum mismunandi hópa. Þetta er ekkert flókið, í Kópavogi eiga allir að búa við sama rétt til að njóta sín og blómstra. Við viljum einnig fóstra aukið samstarf félagasamtaka, verslunar, ferðaþjónustu, menningarstofnana og annarra fyrirtækja. Með því gerum við Kópavog enn eftirsóttari um leið og við aukum tekjur hans og kraft.

Íbúar Kópavogs eru allskonar; ungt fólk, börn, gamalt fólk, miðaldra fólk, aðflutt fólk, fatlaðir, karlar, konur, fátækir og ríkir. Við lítum svo á að Kópavogsbær beri þá grunnskyldu að veita öllum íbúum tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og viljum veita öfluga þjónstu sem tekur mið af þörfum einstaklinga innan samfélagsins.

Við ætlum ekki, fyrir kosningarnar, að einblína á örfá loforð. Við vitum að það þarf að taka 1000 erfiðar ákvarðanir á kjörtímabilinu. Við erum tilbúin og viljum taka upplýstar ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar. Ef þið eruð áhugasöm um Bjarta framtíð í Kópavogi þá er stefnu okkar og framtíðarsýn að finna hér. http://kopavogur.bjortframtid.is/?

-Theodóra S. Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem