Hvað er Björt framtíð í Kópavogi?

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.

Björt framtíð er hópur frjálslynds fólks sem styður fjölbreytileika og ber virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Við ætlum að bjóða okkur fram til þjónustu næstu fjögur árin. Við teljum að hamingjan fleyti okkur langt og með ánægðan og breiðan hóp bæjarbúa verði bærinn okkar betri og skemmtilegri. Við viljum vinna fyrir þig, með hugrekki og hlýju, og gera góðan bæ betri. Við viljum leggja reynslu, þekkingu og áhuga okkar á vogarskálarnar til að gera Kópavog enn betri en hann er í dag.

Kópavogur er þjónustufyrirtæki

Við lítum svo á að Kópavogur sé þjónustufyrirtæki sem hefur það hlutverk að veita innihaldsríka þjónustu sem byggir á þörfum mismunandi hópa. Þetta er ekkert flókið, í Kópavogi eiga allir að búa við sama rétt til að njóta sín og blómstra. Við viljum einnig fóstra aukið samstarf félagasamtaka, verslunar, ferðaþjónustu, menningarstofnana og annarra fyrirtækja. Með því gerum við Kópavog enn eftirsóttari um leið og við aukum tekjur hans og kraft.

Íbúar Kópavogs eru allskonar; ungt fólk, börn, gamalt fólk, miðaldra fólk, aðflutt fólk, fatlaðir, karlar, konur, fátækir og ríkir. Við lítum svo á að Kópavogsbær beri þá grunnskyldu að veita öllum íbúum tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og viljum veita öfluga þjónstu sem tekur mið af þörfum einstaklinga innan samfélagsins.

Við ætlum ekki, fyrir kosningarnar, að einblína á örfá loforð. Við vitum að það þarf að taka 1000 erfiðar ákvarðanir á kjörtímabilinu. Við erum tilbúin og viljum taka upplýstar ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar. Ef þið eruð áhugasöm um Bjarta framtíð í Kópavogi þá er stefnu okkar og framtíðarsýn að finna hér. http://kopavogur.bjortframtid.is/?

-Theodóra S. Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér