Hvað er kynferðisofbeldi?

Vala Sigríður Guðmundsd. Yates

Mig langar að tala aðeins um kynferðisofbeldi.  Hvað er kynferðisofbeldi?

Lengi vel hélt ég að kynferðisofbeldi væri það sama og nauðgun. Það er að segja, ég var með ákveðna hugmynd um nauðgun. Ég sá fyrir mér stelpu sem lá í húsasundi og maður ofan á henni, hún annaðhvort dauðadrukkin og rænulaus eða öskrandi, bítandi og klórandi.

Nýlega komst ég að því að það eru til margar tegundir af nauðgunum. Hvað þýðir orðið nauðgun? Ef maður greinir það? Nauð-gun. Að vera tekinn nauðugur. Að vera neyddur til kynlífs. Aðal áherslan er á að maður sé neyddur til einhvers.

Ein besta lýsingin á því sem ég er að tala um kemur fram í sketchi í „fáðu já“ myndbandinu. Þegar stelpan neyðir hamborgarann ofan í strákinn. „Jú fáðu þér smá.. svona.. fáðu þér!!“

Ég veit ekki hver skilgreiningin á nauðgun er. En ég veit að þegar maður er neyddur til að gera eitthvað sem maður vill ekki, þá líður manni illa. Þegar mörkin manns eru ekki virt, þá líður manni illa.

Þegar ég heyrði „nei þýðir nei“ frasann sem unglingur, þá sá ég fyrir mér að strákurinn væri að reyna að fá stelpu til að stunda kynlíf með sér, hún segði nei, og þá réðist hann á hana með ofbeldi og nauðgaði henni.

Ég hef hinsvegar verið í þannig aðstæðum að ég hef valið að stunda kynlíf með einstaklingi, sem vildi gera hluti sem ég vildi ekki. Þegar ég sagði nei, nauðaði viðkomandi í mér. Ég sagði nei þrisvar sinnum, en ég gafst upp á endanum. Auðvitað er ábyrgðin mín megin. Ég fór heim með honum. Ég stundaði kynlíf með honum. Ég fór gegn eigin innsæi. EN ábyrgðin er líka hans megin! Þó að ég sé ekki öskrandi á hann: „NEIII!! HÆTTUUU!!“ þá þýðir það ekki að ég sé að samþykkja hvað sem er. Við þurfum að geta sagt nei ef við viljum ekki gera eitthvað og við þurfum að treysta því að hinn aðilinn virði það!!!!

Ég skrifa þetta blogg til að vekja fólk til umhugsunar. Þá sérstaklega stráka, án þess að gera þá að „vonda kallinum.“

Ég sendi viðkomandi einstaklingi póst og sagði honum mína upplifun, að hann hefði ekki virt mörkin mín og mér hefði hreinlega liðið eins og mér hefði verið nauðgað eftir þetta. Hann var alveg miður sín. Sagði að hann hefði alls ekki upplifað þetta þannig og honum fannst hræðilegt að heyra mig nota orðið nauðgun.

Mér fannst mjög gott að fá þetta svar, en það staðfestir líka grun minn um að karlmenn átti sig oft ekki á því að þeir eru að vaða yfir mörk okkar kvennanna. Við konurnar erum heldur ekki nógu duglegar að virða eigin mörk og standa fast á okkar. En mér finnst alveg mega vekja karlmenn til umhugsunar hvað þetta varðar. Ef þið eruð að stunda kynlíf, hvort sem það er „one night stand“, kærasta, bólfélagi eða eiginkonan. Ef hún segjir nei. Plís, virðiði það!!!! Útkoman er svo miklu betri en annars því þannig fáið þið að öllum líkindum konu sem treystir ykkur og líður vel með ykkur. Og þið getið verið fullkomlega sáttir með að hafa sofið hjá henni vitandi að hún hafi viljað það og notið þess alla leið! Ef það er eiginkonan þá eru örugglega miklu fleiri gjafir sem þið fáið á móti, miklu betri en ein fullnæging. Ást, virðing, vinátta, kærleikur, jafnvægi, öryggi, samvinna…

Klámvæðingin hefur brenglað hugsunarhátt okkar allra varðandi kynlíf. Við konur erum ekki kynlífsdúkkur sem stynjum eftir pöntun og við lítum ekki út eins og barbídúkkur.

Konur, lærum að njóta kynlífs, hættum að gera „það sem honum finnst gott“ og menn, hlustið á hvað konurnar eru að reyna að tjá!!!!

Með þessu meina ég þó ekki að okkur beri aðeins að hugsa um okkur sjálf í kynlífi. En ef við erum ekki að hlusta á okkur sjálf og hvað okkur finnst gott, til hvers erum við þá að þessu? Til að hinum líði vel? 🙂

Það er eins og að fá sér ís af því vini manns langar í ís og maður vill ekki að honum líði illa að borða hann einn. Ef við njótum hans ekki, afhverju þá að borða hann!!??

Fyrir utan það að besta kynlífið er klárlega þegar hinn aðilinn nýtur sín, svo það græða báðir á því að við hlustum á okkur sjálf, virðum eigin mörk – OG virðum mörk hins!!!!

Og hananú! 😉

-Vala Sigríður Guðmundsd. Yates
http://valayates.blog.is/blog/valayates/

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn