• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Hvað um Kópavogsdalinn?

Hvað um Kópavogsdalinn?
ritstjorn
04/04/2022
Bergljót Kristinsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Kópavogsdalurinn er náttúruparadís sem teygir sig upp eftir Kópavogi og tengir saman fjöru og fjall með góðu göngustígakerfi. Í dalnum er ekki mikið um skipulögð afþreyingarsvæði. Þar er að vísu frisbígolfvöllur sem mikið er notaður og Himnastiginn sem mun í ár verða endurnýjaður á veglegan hátt ásamt því að sett verða upp útiæfingatæki í dalbotninum við stigann þar sem einnig eru leiktæki. Sunnan Digraneskirkju er grillaðstaða og skemmtileg listaverk skólabarna í Kópavogi og svo er það tjörnin við Hafnarfjarðarveg sem dregur að sér ófáa gesti. Ekki má gleyma Kópavogslæknum sem sogar að sér sílaveiðara og aðra áhugamenn um vatn.

Sorpa víkur

Allt eru þetta afþreyingarmöguleikar sem settir hafa verið upp í dalnum án sérstakrar heildarstefnu um möguleika uppbyggingu dalsins sem eins helsta afþreyingar- og útivistarsvæðis Kópavogsbúa.

Samfylkingin sér mikla möguleika í að gera dalnum hærra undir höfði með því að nýta jaðarsvæði hans betur. Fyrir liggur að Sorpa muni víkja af Dalvegi, svæðið þykir of lítið fyrir slíka stöð. Með því skapast rými fyrir menningartengda starfsemi sem auðveldlega gæti tengst dalnum. Þar gæti komið  kaffi- og veitingahús og hvað annað sem íbúum þykir æskilegt að hafa á þessu kjörsvæði fyrir frekari uppbyggingu afþreyingar.

Unaðsreitur fjölskyldunnar

Austan og norðan við tennishöllina er töluvert svæði sem enn er óskipulagt að mestu. Þar mætti skipuleggja unaðsreit fjölskyldunnar með ýmsum möguleikum til aukinnar hreyfingar og útiveru fyrir börn og fullorðna.

Ég efast ekki um að bæjarbúar séu með fleiri góðar eða betri tillögur um bætta nýtingu dalsins og því stefnir Samfylkingin að þvi að efna til samtals við íbúa um uppbyggingu, þar sem tillögur Kópavogsbúa verða lagðar til grundvallar heildarskipulagi dalsins. Markmiðið er að gera hann að eftirsóknarverðasta útivistarsvæði bæjarbúa þar sem allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi.

EfnisorðBergljót Kristinsdóttirefstkópavogsdalurumræðan
Aðsent
04/04/2022
ritstjorn

EfnisorðBergljót Kristinsdóttirefstkópavogsdalurumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.