Hvað um Kópavogsdalinn?

Bergljót Kristinsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Bergljót Kristinsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Kópavogsdalurinn er náttúruparadís sem teygir sig upp eftir Kópavogi og tengir saman fjöru og fjall með góðu göngustígakerfi. Í dalnum er ekki mikið um skipulögð afþreyingarsvæði. Þar er að vísu frisbígolfvöllur sem mikið er notaður og Himnastiginn sem mun í ár verða endurnýjaður á veglegan hátt ásamt því að sett verða upp útiæfingatæki í dalbotninum við stigann þar sem einnig eru leiktæki. Sunnan Digraneskirkju er grillaðstaða og skemmtileg listaverk skólabarna í Kópavogi og svo er það tjörnin við Hafnarfjarðarveg sem dregur að sér ófáa gesti. Ekki má gleyma Kópavogslæknum sem sogar að sér sílaveiðara og aðra áhugamenn um vatn.

Sorpa víkur

Allt eru þetta afþreyingarmöguleikar sem settir hafa verið upp í dalnum án sérstakrar heildarstefnu um möguleika uppbyggingu dalsins sem eins helsta afþreyingar- og útivistarsvæðis Kópavogsbúa.

Samfylkingin sér mikla möguleika í að gera dalnum hærra undir höfði með því að nýta jaðarsvæði hans betur. Fyrir liggur að Sorpa muni víkja af Dalvegi, svæðið þykir of lítið fyrir slíka stöð. Með því skapast rými fyrir menningartengda starfsemi sem auðveldlega gæti tengst dalnum. Þar gæti komið  kaffi- og veitingahús og hvað annað sem íbúum þykir æskilegt að hafa á þessu kjörsvæði fyrir frekari uppbyggingu afþreyingar.

Unaðsreitur fjölskyldunnar

Austan og norðan við tennishöllina er töluvert svæði sem enn er óskipulagt að mestu. Þar mætti skipuleggja unaðsreit fjölskyldunnar með ýmsum möguleikum til aukinnar hreyfingar og útiveru fyrir börn og fullorðna.

Ég efast ekki um að bæjarbúar séu með fleiri góðar eða betri tillögur um bætta nýtingu dalsins og því stefnir Samfylkingin að þvi að efna til samtals við íbúa um uppbyggingu, þar sem tillögur Kópavogsbúa verða lagðar til grundvallar heildarskipulagi dalsins. Markmiðið er að gera hann að eftirsóknarverðasta útivistarsvæði bæjarbúa þar sem allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar