Þessi mynd er úr safni Samúels Guðmundssonar og er varðveitt í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Á myndinni sjáum við röskan hóp ganga eftir Hlíðarvegi. Hvaða fólk er á myndinni og hvenær er hún tekin? Hafa má samband við Héraðsskjalasafn Kópavogs, gunnarmh@kopavogur.is, í síma 544 4711 eða með heimsókn í safnið á Digranesvegi 7 (gamla pósthúsinu).
Uppfært: Svör hafa borist og á myndinni eru frá vinstri:
Signý Sigurlaug Tryggvadóttir, Ragnhildur Thorlacius, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Zophaníasson, Helga Jóhannsdóttir(?), Donald Ingólfsson(?), Elín Finnbogadóttir, Elísabet Magnúsdóttir og Kristín Kjartansdóttir. Myndin er tekin á Hlíðarveginum vorið 1949, þau eru bekkjarsystkini úr Kópavogsskóla fædd 1936 og luku skólagöngu sinni í Kópavogi þetta vor.