Hvaða fólk er á myndinni?

Þessi mynd er úr safni Samúels Guðmundssonar og er varðveitt í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Á myndinni sjáum við röskan hóp ganga eftir Hlíðarvegi. Hvaða fólk er á myndinni og hvenær er hún tekin? Hafa má samband við Héraðsskjalasafn Kópavogs, gunnarmh@kopavogur.is, í síma 544 4711 eða með heimsókn í safnið á Digranesvegi 7 (gamla pósthúsinu).

Uppfært: Svör hafa borist og á myndinni eru frá vinstri:

Signý Sigurlaug Tryggvadóttir, Ragnhildur Thorlacius, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Zophaníasson, Helga Jóhannsdóttir(?), Donald Ingólfsson(?), Elín Finnbogadóttir, Elísabet Magnúsdóttir og Kristín Kjartansdóttir. Myndin er tekin á Hlíðarveginum vorið 1949, þau eru bekkjarsystkini úr Kópavogsskóla fædd 1936 og luku skólagöngu sinni í Kópavogi þetta vor.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á