Hvaða fólk er á myndinni?

Þessi mynd er úr safni Samúels Guðmundssonar og er varðveitt í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Á myndinni sjáum við röskan hóp ganga eftir Hlíðarvegi. Hvaða fólk er á myndinni og hvenær er hún tekin? Hafa má samband við Héraðsskjalasafn Kópavogs, gunnarmh@kopavogur.is, í síma 544 4711 eða með heimsókn í safnið á Digranesvegi 7 (gamla pósthúsinu).

Uppfært: Svör hafa borist og á myndinni eru frá vinstri:

Signý Sigurlaug Tryggvadóttir, Ragnhildur Thorlacius, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Zophaníasson, Helga Jóhannsdóttir(?), Donald Ingólfsson(?), Elín Finnbogadóttir, Elísabet Magnúsdóttir og Kristín Kjartansdóttir. Myndin er tekin á Hlíðarveginum vorið 1949, þau eru bekkjarsystkini úr Kópavogsskóla fædd 1936 og luku skólagöngu sinni í Kópavogi þetta vor.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð