Hvaða fólk er á myndinni?

Þessi mynd er úr safni Samúels Guðmundssonar og er varðveitt í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Á myndinni sjáum við röskan hóp ganga eftir Hlíðarvegi. Hvaða fólk er á myndinni og hvenær er hún tekin? Hafa má samband við Héraðsskjalasafn Kópavogs, gunnarmh@kopavogur.is, í síma 544 4711 eða með heimsókn í safnið á Digranesvegi 7 (gamla pósthúsinu).

Uppfært: Svör hafa borist og á myndinni eru frá vinstri:

Signý Sigurlaug Tryggvadóttir, Ragnhildur Thorlacius, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Zophaníasson, Helga Jóhannsdóttir(?), Donald Ingólfsson(?), Elín Finnbogadóttir, Elísabet Magnúsdóttir og Kristín Kjartansdóttir. Myndin er tekin á Hlíðarveginum vorið 1949, þau eru bekkjarsystkini úr Kópavogsskóla fædd 1936 og luku skólagöngu sinni í Kópavogi þetta vor.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér