• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Hvaða foreldravandi?

Hvaða foreldravandi?
ritstjorn
21/10/2013

“Dómari, ertu með forhúð fyrir augunum?”

– Foreldri í leik í 7. flokki kvenna á Símamóti 2011.

Besta liðsmyndin. Foreldrar og systkini sem fylgja hvert á land sem er eru mikilvægur hluti liðsins.

Besta liðsmyndin. Foreldrar og systkini sem fylgja hvert á land sem er eru mikilvægur hluti liðsins.

Sem markaðsfræðingi finnst mér fátt neikvæðara en “gula spjaldið” sem KSÍ gaf út fyrir nokkrum árum og er afhent foreldrum barna í knattspyrnu við ýmis tækifæri.

Í fyrsta lagi hefur gula spjaldið í sér neikvæða skírskotun. Það er áminning vegna neikvæðrar hegðunar. Í staðinn ættu félög og KSÍ að leggja áherslu á foreldrabæklinginn þar sem foreldrar eru fræddir um íþróttaiðkun barna og unglinga. Ekki áminntir heldur upplýstir. (leiðrétting: ég var búinn að gleyma að þessi bæklingur væri yfirhöfuð til en Eysteinn Húni Hauksson benti mér á hann)

Það verður að gera greinarmun á því hvort foreldrar séu að hafa truflandi áhrif á starf þjálfara og íþróttaiðkun barna sinna eða hvort þau séu virkir og öflugir þátttakendur.

Í öðru lagi hefur það komið mér á óvart í starfi yfirþjálfara stærstu knattspyrnudeildar landsins hversu lítill “foreldravandinn” raunverulega er. Í þessu sem og mörgum öðrum kimum mannlífsins eru það fáir sem koma slæmu orði á marga. Í raun hef ég með árunum fyllst æ meiri lotningu gagnvart því dýrmæta starfi sem foreldrar og forráðamenn vinna í íþróttum barna og unglinga. Án þess væru íþróttir á Íslandi fátækari og árangurinn eftir því.

Í fyrra reiknaði ég út fjölda atvika þar sem raunverulega var um vandamál að ræða. Þau skilgreindi ég sem atvik og aðila sem höfðu truflandi áhrif á starfið, þjálfara og iðkendur. Þessi vandamál eru af ýmsum toga, frá því að hafa ógnandi tilburði við dómara, ráðast að þjálfurum, að reyna að hafa áhrif á liðsval með hótunum og skömmum, hótanir gagnvart iðkendum osfrv. Þá kom í ljós að 99,4% foreldra eru upp til hópa til fyrirmyndar, styðja starfið með ráðum og dáðum og bera harm sinn allavegana í hljóði ef einhver er. Þau 0,6% sem valda usla eru svo flest auðveld viðureignar þegar á reynir. Í raun má segja að uppistaða raunverulegs foreldravanda séu einstaklingar sem telja má með fingrum annarar handa og 90% af tímanum sem fer í að takast á við vandann fer í þá. Það sem þessir foreldrar eiga sameiginlegt er oftast vanþekking á viðfangsefninu. Þeir meta íþróttir barna sem þær væru íþróttir fullorðinna. Á meðan vel gengur er allt í lagi, en þegar á móti blæs fer allt í hönk. Í mörgum flokkum má hins vegar finna foreldra með landsleiki og atvinnumennsku að baki. Í þeim heyrist aftur á móti nær aldrei múkk. Þeir skilja að þetta snýst um ferilinn sjálfann, leikgleði, ástundun og innri áhugahvöt iðkenda. Raunverulegur árangur sprettur af þrotlausri vinnu og takmarkalausum áhuga.

Það verður að gera greinarmun á því hvort foreldri sé að trufla eða ógna eða hvort hann hafi spurningar eða vilji koma athugasemdum á framfæri. Neikvæð umræða um þátttöku foreldra í íþróttum barna hefur leitt til þess að langflestir sem hringja eða koma með athugasemdir afsaka sig í bak og fyrir vegna þess. En það sem yfirleitt skortir eru upplýsingar og útskýringar. Þeir þjálfarar sem halda opna og ítarlega foreldrafundi í byrjun tímabils eru líklegri til að lenda í litlum árekstrum við foreldra heldur en þeir sem eru illa undirbúnir og skipa eingöngu fyrir. Við vitum einnig að baktal og pirringur fylgir þjálfarastarfinu. Við erum að vinna með dýrmætustu gripi fólks og þar verður sjónarhornið þröngt á meðan starfið krefst þess af okkur að hafa það vítt. Góð samskipti í báðar áttir hjálpa til fyrir barnið.

En foreldravandinn er að mínu mati ýktur. Hann er það vegna þess að þessi fáu tilvik sem koma upp eru yfirleitt svo yfirgengileg að þau sitja meira í fólki heldur en það sem vel er gert, því miður. Það má ekki skyggja á það mikilvæga hlutverk sem foreldrar spila í íþróttum barna og unglinga, þar sem laun heimsins eru oft vanþakklæti alveg eins og í þjálfarastarfinu.

Þrjú heilræði: 

Barnið þitt nær árangri ef það hefur sterka innri áhugahvöt og stundar íþróttina vegna þess að hún færir því gleði. Árangur er afstæður í íþróttum barna og unglinga vegna líkamlegs og andlegs misþroska keppenda. Góðir barna og unglingaþjálfarar leggja áherslu á færni og hæfni. Þar sem það er óáþreifanlegra en medalía og bikar verður oft erfitt að greina á milli. Raunverulegur árangur felst í að stunda íþróttina

Þitt hlutverk er að styðja, auka gleði og draga úr kvíða. Ef barnið þitt vill fara á æfingar og sýnir íþróttinni áhuga þá er það á réttum stað. Hæfni og færni koma með innri áhugahvöt. Það krefst mikillar vinnu og ástundunar að verða góður. Enginn leggur það sem til þarf á sig nema það sé skemmtilegt. Stuðningur fjölskyldu skiptir gríðarlega miklu máli.

Án dómara væri enginn leikur. Dómarar gera mistök. Það gera leikmenn, þjálfarar og foreldrar líka. Allir ættu að spyrja sig hvort þeir væru til í að sæta sömu framkomu og dómarar verða í sínu starfi (sem er oftast sjálfboðaliðastarf) þegar þeir gera sjálfir mistök. Sjálfur væri ég bara hættur að elda heima hjá mér ef konan mín hefði öskrað “HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ PÆLA MAÐUR? TAKTU NÚ HAUSINN ÚT ÚR RASSGATINU Á ÞÉR! ER EKKI Í LAGI HEIMA HJÁ ÞÉR?” þegar ég klúðraði kjúklingnum um daginn.

-Daði Rafnsson
www.dadirafnsson.com

Efnisorð
Aðsent
21/10/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.