• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Hvaða framtíð vilt þú?

Hvaða framtíð vilt þú?
ritstjorn
21/10/2017

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í suðvesturkjördæmi.

Í alltof marga áratugi fríspiluðu íslensk stjórnvöld með náttúruauðlindirnar okkar og litlu máli virtist skipta hvaða flokkur var við völd hverju sinni. Þannig voru gömlu kerfisflokkarnir mjög afkastamiklir við að virkja hvert fallvatnið á fætur öðru til að lokka hingað mengandi stóriðju af ýmsum toga. Vinstri Grænir hafa líka lagt sitt af mörkum til stóriðjuuppbyggingar með vilyrði fyrir kísilmálmverinu sem nú rís á Bakka við Húsavík. Það versta er að það er engin ein stefna sem hefur stýrt þessari þróun, bara hver hefur bankað upp á hverju sinni eða bitið á krókinn.

Mengun frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík á Reykjanesi hefur valdið íbúum Reykjanesbæjar heilsufarslegum óþægindum frá því að verksmiðjan var opnuð. Það mun engu að síður líklega ekki hafa áhrif á áform fjárfesta um að byggja aðra samsvarandi verksmiðju í næsta nágrenni þeirrar sem fyrir er. Lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar virðast ekki skipta þar máli. En nú er komið nóg.

Við í Bjartri framtíð viljum sjá græna og skapandi framtíð. Þess vegna lögðum við áherslu á að í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem við höfum átt sæti í, kæmi skýrt fram að ekki yrðu veittar neinar frekari ívilnanir til mengandi stóriðju.

Þau stóriðjufyrirtæki sem eru hér fyrir eiga að búa við mjög stífa umhverfislöggjöf og kröfu um að skattar séu greiddir hér að fullu til íslensk samfélags. Við getum áfram ívilnað til nýfjárfestinga, bara ekki til mengandi stóriðju. Ívilnum frekar til nýsköpunar og hugvits. Þá eigum við  að nýta auðlindir okkar á sjálfbæran hátt, fullvinna afurðir og auka verðmæti þeirra með nýsköpun af fjölbreyttu tagi og, við eigum að setja rannsókna- og þróunarfjármagn í græn og loftslagsvæn verkefni.

Margar þjóðir hafa áttað sig á að framtíðarhagvöxtur og velmegun þeirra byggir á skýrri framtíðarsýn þar sem grænar, skapandi lausnir mynda grunn verðmætasköpunar. Við höfum alla burði til að vera fremst á meðal jafningja í þeirri þróun. Stefnum á græna og skapandi framtíð.

Efnisorðefst á baugikosningar 2017umræðan
Aðsent
21/10/2017
ritstjorn

Efnisorðefst á baugikosningar 2017umræðan

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.