Hvaða fyrirtæki er best í þríþraut?

Frá firmakeppninni í Þríþraut í hitteðfyrra.
Frá firmakeppninni í Þríþraut í hitteðfyrra.

Firmakeppni Íslands í þríþraut 2014 verður haldin í Sundlaug Kópavogs á sunnudag, 7. September, klukkan 10. Keppt er um titilinn Besta fyrirtæki Íslands í þríþraut. Keppendur taka 400 metra sprettsund áður en þeir henda sér á reiðhjól og hjóla 10 kílómetra. Eftir það tekur við hlaup í þrjá kílómetra. Hvert fyrirtæki þarf að klára tvær þrautir og nota til þess tvo til sex þátttakendur þar sem skipta má á milli sín þremur hlutum keppninnar. Sami aðili má þó klára heila þraut. Þátttökugjald fyrir hvert lið (2-6 þátttakendur) er 30.000.

Fyrirtæki má kaupa fleiri en eitt lið inn í keppnina. Hvert lið tilnefnir fyrirliða, við skráningu sem er ábyrgur fyrir samskiptum við mótstjórn. Það fyrirtæki sem hefur samanlagða tvo stystu keppnistímana vinnur titilinn: „Fyrirtækjameistarar Íslands í þríþraut.“ Verðlaun fyrir sigur er farandbikar og eignarbikar.

Reglur fyrir Firmakeppni Íslands.
Allir keppendur fyrirtækis verða að vera á launaskrá fyrirtækis.
Fyrirtæki getur sent allt að 6 manns í hverju liði.
Fyrirtækið þarf að skila tveimur heildartímum.

Skráning: https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?usp=drive_web&formkey=dGxERW84Y1dhbjloc3hEbnEtUVFOSlE6MA#gid=0

Brautarlýsing: Hjóla og hlaupaleiðir
http://www.breidablik.is/assets/ymislegt/Firmakeppni2012.jpg

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn