Hvaða fyrirtæki er best í þríþraut?

Frá firmakeppninni í Þríþraut í hitteðfyrra.
Frá firmakeppninni í Þríþraut í hitteðfyrra.

Firmakeppni Íslands í þríþraut 2014 verður haldin í Sundlaug Kópavogs á sunnudag, 7. September, klukkan 10. Keppt er um titilinn Besta fyrirtæki Íslands í þríþraut. Keppendur taka 400 metra sprettsund áður en þeir henda sér á reiðhjól og hjóla 10 kílómetra. Eftir það tekur við hlaup í þrjá kílómetra. Hvert fyrirtæki þarf að klára tvær þrautir og nota til þess tvo til sex þátttakendur þar sem skipta má á milli sín þremur hlutum keppninnar. Sami aðili má þó klára heila þraut. Þátttökugjald fyrir hvert lið (2-6 þátttakendur) er 30.000.

Fyrirtæki má kaupa fleiri en eitt lið inn í keppnina. Hvert lið tilnefnir fyrirliða, við skráningu sem er ábyrgur fyrir samskiptum við mótstjórn. Það fyrirtæki sem hefur samanlagða tvo stystu keppnistímana vinnur titilinn: „Fyrirtækjameistarar Íslands í þríþraut.“ Verðlaun fyrir sigur er farandbikar og eignarbikar.

Reglur fyrir Firmakeppni Íslands.
Allir keppendur fyrirtækis verða að vera á launaskrá fyrirtækis.
Fyrirtæki getur sent allt að 6 manns í hverju liði.
Fyrirtækið þarf að skila tveimur heildartímum.

Skráning: https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?usp=drive_web&formkey=dGxERW84Y1dhbjloc3hEbnEtUVFOSlE6MA#gid=0

Brautarlýsing: Hjóla og hlaupaleiðir
http://www.breidablik.is/assets/ymislegt/Firmakeppni2012.jpg

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

HK þriðji flokkur
vef2-2
gledigangan
Screen Shot 2015-03-15 at 10.51.51
Arnfinnur Daníelsson
Stigamot
Sundlaug Kópavogs
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Picture-1-3