Hvaða fyrirtæki í Kópavogi er í besta formi?

Í byrjun september kemur í ljós hvaða fyrirtæki í Kópavogi er í besta formi. Þá fer fram Firmakeppni Íslands í þríþraut. Keppnin verður haldin í Sundlaug Kópavogs á Kársnesi 8. september 2013 klukkan 10:00.

Þríþrautagarpar í Kópavogi. Mynd: http://breidablik.is/sund
Þríþrautagarpar í Kópavogi.
Mynd: http://breidablik.is/sund

Kópavogsfréttir munu ekki senda lið til þátttöku að þessu sinni, en hvetur önnur hress og heilbrigð fyrirtæki í Kópavogi til þátttöku!

Reglur fyrir keppnina
1. Firmakeppni Íslands í þríþraut er keppni milli fyrirtækja um titilinn Firmameistari Íslands í þríþraut 2013.
2. Keppnin fer fram í Sundlaug Kópavogs og á Kársnesinu.
3. Keppt er í sprettþraut þ.e. 400m sund, 10km hjól og 3 km hlaup.
4. Hvert fyrirtæki getur sent fleiri en eitt lið til keppni.
5. Hvert lið getur verið skipað af 2-6 keppendum, sem skiptir 3 hlutum þrautarinnar milli sín eða einstaklinga sem taka alla þrautina.
6. Hvert lið tilnefnir fyrirliða, við skráningu sem er ábyrgur fyrir samskiptum við mótstjórn.
7. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti og farandbikar fyrir sigur
8. Það fyrirtæki sem hefur samanlagða 2 stystu keppnistímana vinnur titilinn Firmakeppnismeistari Íslands í þríþraut 2013.
9. Liðsmenn fyrirtækis verða að vera starfsmenn fyrirtækisins (sumarstarfsmenn sumarið 2013 eru gjaldgengir)
Skráning er hér:

Kort af leiðum má finna hér:

Hjól og hlaup:
Skiptisvæði:

Keppnisgjald er kr. 30.000.- fyrir hvert fyrirtæki.
Til að fá nánari upplýsingar: 3thrico@gmail.com

http://breidablik.is/sund

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að