Í byrjun september kemur í ljós hvaða fyrirtæki í Kópavogi er í besta formi. Þá fer fram Firmakeppni Íslands í þríþraut. Keppnin verður haldin í Sundlaug Kópavogs á Kársnesi 8. september 2013 klukkan 10:00.
Kópavogsfréttir munu ekki senda lið til þátttöku að þessu sinni, en hvetur önnur hress og heilbrigð fyrirtæki í Kópavogi til þátttöku!
Reglur fyrir keppnina
1. Firmakeppni Íslands í þríþraut er keppni milli fyrirtækja um titilinn Firmameistari Íslands í þríþraut 2013.
2. Keppnin fer fram í Sundlaug Kópavogs og á Kársnesinu.
3. Keppt er í sprettþraut þ.e. 400m sund, 10km hjól og 3 km hlaup.
4. Hvert fyrirtæki getur sent fleiri en eitt lið til keppni.
5. Hvert lið getur verið skipað af 2-6 keppendum, sem skiptir 3 hlutum þrautarinnar milli sín eða einstaklinga sem taka alla þrautina.
6. Hvert lið tilnefnir fyrirliða, við skráningu sem er ábyrgur fyrir samskiptum við mótstjórn.
7. Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti og farandbikar fyrir sigur
8. Það fyrirtæki sem hefur samanlagða 2 stystu keppnistímana vinnur titilinn Firmakeppnismeistari Íslands í þríþraut 2013.
9. Liðsmenn fyrirtækis verða að vera starfsmenn fyrirtækisins (sumarstarfsmenn sumarið 2013 eru gjaldgengir)
Skráning er hér:
Kort af leiðum má finna hér:
Keppnisgjald er kr. 30.000.- fyrir hvert fyrirtæki.
Til að fá nánari upplýsingar: 3thrico@gmail.com