Hvatningarverðlaun Kópavogs afhent í fyrsta sinn

Helga Guðrún Gunnarsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson við afhendingu Hvatningaverðlaunana við Sundlaug Kópavogs.

Ræs ehf. hlýtur Hvatningarverðlaun Kópavogs 2021 en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Ræs ehf., í eigu Helgu Guðrúnar Gunnarsdóttur, býður upp á þjálfun í vatni með áherslu á að þjóna einstaklingum sem eru komnir um og yfir miðjan aldur. Þetta eykur verulega valmöguleika í heilsueflingu og þá ekki síst fyrir eldri aldurshópa.

Námskeið Helgu Guðrúnar í Sundlaug Kópavogs hafa notið mikilla vinsælda. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti Helgu Guðrúnu viðurkenningu og blóm í blíðskaparveðri á sundlaugabarminum nýverið við mikinn fögnuð þátttakenda.

Hugmyndin með verðlaununum er að veita viðurkenningu fyrirtæki í Kópavogi sem hefur með starfsemi sinni stuðlað að heilsueflingu Kópavogsbúa.

Hvatningarverðlaun Kópavogs eru mikilvægur hluti af innleiðingu lýðheilsustefnu bæjarins. Auglýst var eftir tilnefningum fyrr á þessu ári og var samdóma álit dómnefndar, sem skipuð var stýrihóp lýðheilsumála í Kópavogi, að veita Ræs ehf. verðlaunin.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í