Hvenær kemur að eldra fólki?

Ólafur Þór Gunnarsson er öldrunarlæknir og skipar 2. sætið á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Ólafur Þór Gunnarsson er öldrunarlæknir og skipar 2. sætið á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.

Undanfarin ár hefur heilbrigðisþjónusta verið mikið í umræðunni, og undangengnar kosningar hafa stjórnmálaflokkar talað um að þar þurfi að bæta í. Þrátt fyrir þetta hefur fráfarandi ríkisstjórn sýnt á spilin sín með framlagningu fjárlagafrumvarps þar sem í raun er gert ráð fyrir áframhaldandi hagræðingu í flestum þáttum heilbrigðiskerfisins. Þessu verður að linna.

Um þessar mundir bíða nær hundrað manns á Landspítalanum eða á hans vegum í nágrannasveitarfélögum eftir hjúkrunarrými.  Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 350 rými til að staðan sé sambærileg við það sem hún er á landinu í heild. Þetta þýðir að um 3 meðalstór til stór hjúkrunarheimili vantar. Skorturinn er hlutfallslega meiri í sveitarfélögum Kragans en í Reykjavík.

Vinstri græn samþykktu á Landsfundi fyrr í mánuðinum að þennan vanda þyrfti að leysa, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsvísu. Setja þarf af stað 10 ára áætlun sem tekur bæði á vandanum sem of fá pláss skapa, og á þeim vanda að enn þurfa alltof margir að sætta sig við búsetu í fjölbýli, oft með ókunnum einstakingi. Hins vegar þarf strax að ráðast í það verkefni að leysa bráðasta vandann á höfuðborgarsvæðinu. Það er ólíðandi að eldra fólk sé á hrakhólum og búi við óöryggi meðan það býður eftir hjúkrunarrými. Við getum gert betur og VG vill gera þetta að forgangsmáli sem þarf að leysa.

Í meira en áratug hefur staðið til að koma á fót sérstakri öldrunargeðdeild, en ekkert gengið. VG ályktuðu á Landsfundi um það mál einnig. Það gengur ekki að geðheilsa eldra fólks sé afgangsstærð þegar kemur að heilbrigðisþjónustu.

Það er löngu tímabært að forgangsraða í þágu eldra fólks.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að