Hvenær kemur að eldra fólki?

Ólafur Þór Gunnarsson er öldrunarlæknir og skipar 2. sætið á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.

Undanfarin ár hefur heilbrigðisþjónusta verið mikið í umræðunni, og undangengnar kosningar hafa stjórnmálaflokkar talað um að þar þurfi að bæta í. Þrátt fyrir þetta hefur fráfarandi ríkisstjórn sýnt á spilin sín með framlagningu fjárlagafrumvarps þar sem í raun er gert ráð fyrir áframhaldandi hagræðingu í flestum þáttum heilbrigðiskerfisins. Þessu verður að linna.

Um þessar mundir bíða nær hundrað manns á Landspítalanum eða á hans vegum í nágrannasveitarfélögum eftir hjúkrunarrými.  Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 350 rými til að staðan sé sambærileg við það sem hún er á landinu í heild. Þetta þýðir að um 3 meðalstór til stór hjúkrunarheimili vantar. Skorturinn er hlutfallslega meiri í sveitarfélögum Kragans en í Reykjavík.

Vinstri græn samþykktu á Landsfundi fyrr í mánuðinum að þennan vanda þyrfti að leysa, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsvísu. Setja þarf af stað 10 ára áætlun sem tekur bæði á vandanum sem of fá pláss skapa, og á þeim vanda að enn þurfa alltof margir að sætta sig við búsetu í fjölbýli, oft með ókunnum einstakingi. Hins vegar þarf strax að ráðast í það verkefni að leysa bráðasta vandann á höfuðborgarsvæðinu. Það er ólíðandi að eldra fólk sé á hrakhólum og búi við óöryggi meðan það býður eftir hjúkrunarrými. Við getum gert betur og VG vill gera þetta að forgangsmáli sem þarf að leysa.

Í meira en áratug hefur staðið til að koma á fót sérstakri öldrunargeðdeild, en ekkert gengið. VG ályktuðu á Landsfundi um það mál einnig. Það gengur ekki að geðheilsa eldra fólks sé afgangsstærð þegar kemur að heilbrigðisþjónustu.

Það er löngu tímabært að forgangsraða í þágu eldra fólks.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér