Hver, hvar og hvenær?

ÍK hlaupið á Melaheiði um 1980. Mynd, Magnús Harðarsson/Kópavogsblaðið.

Þessi mynd rataði til okkar eftir krókaleiðum en hún er tekin við Melaheiði í kringum árið 1980. Ljósmyndarinn er óþekktur en okkur grunar að Magnús Harðarson hafi smellt af þessari mynd.

Hún sýnir Arnþór Sigurðsson koma í mark í ÍK-hlaupinu svokallaða en á sumardaginn fyrsta var hefð hjá ÍK-ingum að hlaupa hring í kringum gamla Heiðarvöllinn. Til hliðar við Arnþór má glitta í Sigurð Eyþórsson en fast á hæla hans sýnist okkur vera Sigurjón Friðriksson eða Silli eins og margir þekkja hann. Nánari ábendingar um þá sem kunna vera á myndinni má senda okkur á: kopavogsbladid@kopavogsbladid.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar