Hverjum treystir þú?

Willum Þór Þórsson, skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Í komandi kosningum verður kosið um traust og festu. Við Framsóknarmenn viljum að stjórnmálamenn rísi undir trausti og hlaupi til mynda ekki frá verkum sínum þegar á móti blæs. Við ætlum ekki í ríkisstjórn nema að hafa trú á því að sú stjórn muni sitja í 4 ár. Í Framsóknarflokknum gerum við kröfu um að menn setji sér markmið. Við viljum auka samtalið og samvinnu á milli ólíkra afla. Náum þannig skynsamlegri niðurstöðu.

Kjósum lausnir í húsnæðismálum

Framsóknarflokkurinn hefur bent á leiðir sem aðrir hafa reynt og skilað betra samfélagi.  Svissneska leiðin í húsnæðismálum gerir ungu fólki kleyft að nýta sparnað sinn í lífeyrissjóði til kaupa á fyrstu íbúð auk þess sem við leggjum til að fólk nýkomið úr námi getur valið fimm ára afborganhlé námslána. Þetta er bráðsnjallt, en við þurfum líka að eiga samtal við sveitarfélögin um nauðsyn þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði.

Nýtum uppsveifluna

Við viljum nýta ríflegan tekjuafgang ríkissjóðs og setja 20 milljarða til að styrkja heilbrigðis- samgöngu- og menntamál. Við viljum nýta uppsveifluna og byggja upp samfélagið, um leið og við greiðum niður skuldir ríkissjóðs.  Í þessu felast bætt lífsgæði og betra heilbrigðiskerfi þar sem markmiðið er að veikir borgi ekki og dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga.  Framsóknarflokkurinn vill þannig efla heilbrigðiskerfið um allt land og auka samráðið við fagfólkið um gerð stefnumótunar.

Afnemum frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara. Það er ávinningur samfélagsins alls, eflir atvinnulífið og léttir álagið á heilbrigðiskerfið.

Að þessum málum vil ég vinna og heiti því að leggja mig allan fram.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar