Hvernig líður þér?

Theodóra Þorsteinsdóttir og Einar Þorvarðarson eru bæjarfulltrúar BF Viðreisnar í Kópavogi.

Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi samfélagi. Á þessum tíma hefur stöðugt verið unnið að því að bæta heilsu, líðan og lífsgæði íbúa. Til að vita hvað við erum að gera settum við okkur upphaflega stefnu og við mælum árangur okkar á þessu sviði. Við stefnumótunina tókum við mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmála þeirra einnig.

Árangur mælinga birtist okkur m.a. í því sem við köllum Mælaborð barna. Þar höfum við safnað tölfræðigögnum til að gera okkur grein fyrir stöðu barna því þannig getum við beint sjónum að brýnum verkefnum og forgangsraðað í þágu þeirra hópa sem mest þurfa á því að halda. Eitt forgangsmarkmiða lýðheilsustefnunnar er aukin geðrækt og það er áríðandi hlutverk okkar kjörinna fulltrúa að sinna fyrsta stigs forvarnarstarfi og leggja rækt við andlega heilsu barna og ungmenna í Kópavogi.

Til að búa til nauðsynlegan vettvang til þess var ákveðið að nýta gamla Hressingarhælið sem miðstöð fræðslu og færniþjálfunar á sviði geðræktar. Þetta merkilega hús sem stendur á Kópavogstúninu var reist að frumkvæði kvenfélagsins Hringsins árið 1925 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Fyrst var það nýtt sem hressingarhæli fyrir berklasjúklinga í bata og síðar m.a. sem holdsveikraspítali. Það er því vel við hæfi að nýta það áfram á sviði heilbrigðismála, nú sem jákvætt framlag til forvarna á sviði geðheilbrigðismála.

Það er von okkar að þessi vinna og þessi nýja miðstöð skili Kópavogbúum, ekki síst yngri kynslóðinni, tækifærum til að líða vel í heimi sem verður sífellt flóknari, með auknu áreiti og óraunhæfum kröfum. Geðheilbrigði er undirstaða þess að við náum árangri í einkalífinu, námi, starfi og tómstundum. Til hamingju Kópavogsbúar með nýja gamla Hressingarhælið sem nú verður Lýðheilsuhús og tækifæri til að takast á við vandamál og vanlíðan með fagfólki og rækta þá fjölbreyttu hæfileika sem búa í hverju og einu okkar með hugrekki, samkennd og mannvirðingu að leiðarljósi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar