„Hvernig verða skólar barnanna okkar næstu 4 árin?“

Samkóp boðar til frambjóðendafundar um grunnskólamál í Kópavogi 29. Apríl í Hörðuvallaskóla kl. 19:30.

Framboð til næstu sveitarstjórnarkosninga kynna sig og sína stefnu í skólamálum, í framhaldi munu svo frambjóðendur setjast með foreldrum og ræða málefni barnanna okkar nánar.

Öllum staðfest framboðum 29. Apríl er boðið að eiga fulltrúa á fundinum.

Hvaða málefni vilt þú að við ræðum á þessum fundi:

  • Eiga skólarnir að ráða sér sjálfir?
  • Hvernig er aðstaða barnanna?
  • Heilsu eflandi skólar?
  • Dægró og gæsla á skólalóð?
  • Skólastefna Kópavogs?
  • Árangur skólanna?

Ef málefni vantar hér inn þiggjum við tillögur, vinsamlegast hafið samband við Árna Árnason Formann Samkóp, á netfangið arniarna@jci.is eða í gsm-síma 823 0273.

samkop

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að