Samkóp boðar til frambjóðendafundar um grunnskólamál í Kópavogi 29. Apríl í Hörðuvallaskóla kl. 19:30.
Framboð til næstu sveitarstjórnarkosninga kynna sig og sína stefnu í skólamálum, í framhaldi munu svo frambjóðendur setjast með foreldrum og ræða málefni barnanna okkar nánar.
Öllum staðfest framboðum 29. Apríl er boðið að eiga fulltrúa á fundinum.
Hvaða málefni vilt þú að við ræðum á þessum fundi:
- Eiga skólarnir að ráða sér sjálfir?
- Hvernig er aðstaða barnanna?
- Heilsu eflandi skólar?
- Dægró og gæsla á skólalóð?
- Skólastefna Kópavogs?
- Árangur skólanna?
Ef málefni vantar hér inn þiggjum við tillögur, vinsamlegast hafið samband við Árna Árnason Formann Samkóp, á netfangið arniarna@jci.is eða í gsm-síma 823 0273.