„Hvernig verða skólar barnanna okkar næstu 4 árin?“

Samkóp boðar til frambjóðendafundar um grunnskólamál í Kópavogi 29. Apríl í Hörðuvallaskóla kl. 19:30.

Framboð til næstu sveitarstjórnarkosninga kynna sig og sína stefnu í skólamálum, í framhaldi munu svo frambjóðendur setjast með foreldrum og ræða málefni barnanna okkar nánar.

Öllum staðfest framboðum 29. Apríl er boðið að eiga fulltrúa á fundinum.

Hvaða málefni vilt þú að við ræðum á þessum fundi:

  • Eiga skólarnir að ráða sér sjálfir?
  • Hvernig er aðstaða barnanna?
  • Heilsu eflandi skólar?
  • Dægró og gæsla á skólalóð?
  • Skólastefna Kópavogs?
  • Árangur skólanna?

Ef málefni vantar hér inn þiggjum við tillögur, vinsamlegast hafið samband við Árna Árnason Formann Samkóp, á netfangið arniarna@jci.is eða í gsm-síma 823 0273.

samkop

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér