Hversdagssögur og heilbrigðismál

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suð-vestur- kjördæmi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suð-vestur-
kjördæmi.

Barnið þitt slasast aðeins, það verður að fara á Slysó og þú veist ekki hvort er kvíðvænlegra aðgerðin sjálf eða löng biðin eftir því að komast að. Þú heimsækir aldrað foreldri á spítalann meðan beðið er eftir rými á hjúkrunarheimilinu og upplifir að undirmannað starfsfólkið nær að sinna öllum á deildinni þannig að sjúklingnum líður vel og fjölskyldan verður öruggari; þú nærð í nauðsynleg lyf fyrir fatlað barn þitt og þarft að greiða hátt í tuttugu þúsund en huggar þig við að næst verði þetta eitthvað minna – þú fékkst þó lyfið, annað en kunningjakonan sem berst við krabbamein sem fær ekki lyfin sín fyrr en eftir áramót því þessi tilteknu lyf henta ekki kerfinu seinni hluta ársins! Þetta eru örfáar en venjulegar sögur úr hversdagsleikanum sem við þekkjum svo vel; hversdagslegar, vondar en leysanlegar.

Virkjum velvilja til að gera betur
Meginmálið er að Ísland er ágætri leið á ákveðnum sviðum en á öðrum þarf að gera betur. Flestir flokkar viðurkenna að nú þarf að forgangsraða og byggja upp innviði. Ekki síst á sviði heilbrigðismála. Það á því ekki að verða stærsta þrætueplið þegar kemur að stjórnar- myndunarviðræðum. Í öllu falli er ljóst að Viðreisn vill forgangsraða í þágu heilbrigðismála.

Setjum þak á greiðsluþátttöku
Greiðsluþátttaka verður að vera byggð á sanngirni og miðast við hverja fjölskyldu en útfærslan verður að taka mið af greiðslugetu allra samfélagshópa. Of mikil greiðsluþátttaka getur valdið því að einstaklingar leiti ekki eftir læknisþjónustu og nauðsynlegum lyfjum í tæka tíð. Heildarkostnaður samfélagsins verður þá meiri á endanum. Kosningar snúast ekki um að flokkar yfirbjóði hvern annan; það er engra hagur. Mikilvægara er að þeir leggi fram manneskjulegri og raunhæfari lausnir sem þoka okkur aðeins áfram – og kannski gott betur. Þannig að hægt verði að fá krabbameinslyf þegar það hentar sjúklingi en ekki kerfinu. Að tekið verði utan um aldrað foreldri sem í áraraðir hefur skilað ómældu til samfélagsins. Að kostnaðarþátttaka hamli ekki fjölskyldum að leita sér þjónustu og úrbóta. Að biðin eftir aðgerð á Slysó sé mun styttri svo barnið þitt þurfi ekki að þjást lengur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór