• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Hversdagssögur og heilbrigðismál

Hversdagssögur og heilbrigðismál
ritstjorn
09/10/2016
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suð-vestur- kjördæmi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suð-vestur-
kjördæmi.

Barnið þitt slasast aðeins, það verður að fara á Slysó og þú veist ekki hvort er kvíðvænlegra aðgerðin sjálf eða löng biðin eftir því að komast að. Þú heimsækir aldrað foreldri á spítalann meðan beðið er eftir rými á hjúkrunarheimilinu og upplifir að undirmannað starfsfólkið nær að sinna öllum á deildinni þannig að sjúklingnum líður vel og fjölskyldan verður öruggari; þú nærð í nauðsynleg lyf fyrir fatlað barn þitt og þarft að greiða hátt í tuttugu þúsund en huggar þig við að næst verði þetta eitthvað minna – þú fékkst þó lyfið, annað en kunningjakonan sem berst við krabbamein sem fær ekki lyfin sín fyrr en eftir áramót því þessi tilteknu lyf henta ekki kerfinu seinni hluta ársins! Þetta eru örfáar en venjulegar sögur úr hversdagsleikanum sem við þekkjum svo vel; hversdagslegar, vondar en leysanlegar.

Virkjum velvilja til að gera betur
Meginmálið er að Ísland er ágætri leið á ákveðnum sviðum en á öðrum þarf að gera betur. Flestir flokkar viðurkenna að nú þarf að forgangsraða og byggja upp innviði. Ekki síst á sviði heilbrigðismála. Það á því ekki að verða stærsta þrætueplið þegar kemur að stjórnar- myndunarviðræðum. Í öllu falli er ljóst að Viðreisn vill forgangsraða í þágu heilbrigðismála.

Setjum þak á greiðsluþátttöku
Greiðsluþátttaka verður að vera byggð á sanngirni og miðast við hverja fjölskyldu en útfærslan verður að taka mið af greiðslugetu allra samfélagshópa. Of mikil greiðsluþátttaka getur valdið því að einstaklingar leiti ekki eftir læknisþjónustu og nauðsynlegum lyfjum í tæka tíð. Heildarkostnaður samfélagsins verður þá meiri á endanum. Kosningar snúast ekki um að flokkar yfirbjóði hvern annan; það er engra hagur. Mikilvægara er að þeir leggi fram manneskjulegri og raunhæfari lausnir sem þoka okkur aðeins áfram – og kannski gott betur. Þannig að hægt verði að fá krabbameinslyf þegar það hentar sjúklingi en ekki kerfinu. Að tekið verði utan um aldrað foreldri sem í áraraðir hefur skilað ómældu til samfélagsins. Að kostnaðarþátttaka hamli ekki fjölskyldum að leita sér þjónustu og úrbóta. Að biðin eftir aðgerð á Slysó sé mun styttri svo barnið þitt þurfi ekki að þjást lengur.

Efnisorðalþingiskosningarefst á baugiheilbrigðismálumræðan
Aðsent
09/10/2016
ritstjorn

Efnisorðalþingiskosningarefst á baugiheilbrigðismálumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.