• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Hvert er bæjarfjall Kópavogs?

Hvert er bæjarfjall Kópavogs?
ritstjorn
06/11/2013

Bæjarbúar geta nú sagt álit sitt á því hvert eigi að vera bæjarfjall Kópavogs. Fram kemur á heimasíðu Kópavogsbæjar, kopavogur.is, að könnunin standi yfir til 1. desember. Niðurstöðurnar verða kynntar í bæjarráði sem tekur ákvörðun um framhaldið. Gefnir eru upp fimm valmöguleikar en einnig er hægt að koma með aðrar tillögur. Allir bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt.

Bláfjöll og Vífilsfell koma sterk inn.

Bláfjöll og Vífilsfell koma sterk inn.

Könnunin er gerð að frumkvæði Ómars Stefánssonar bæjarfulltrúa. Hann lagði fram tillögu um könnunina og var hún samþykkt í bæjarráði. Tillaga Ómars hljóðar svo:

„Legg til að gerð verði könnun á heimasíðu Kópavogsbæjar um hvaða fjöll komi til greina sem opinbert bæjarfjall Kópavogs.  Meðal þeirra fjalla sem verði hægt að velja um verði Bláfjöll, Selfjall og önnur fjöll sem umhverfisfulltrúi telur koma til greina.“

Í lögsögu Kópavogs austan Elliðavatns eru tveir stórir landgeirar ofan Heiðmerkur með lítt röskuð svæði, þar má meðal annars finna nokkur fjöll. Nú er komið að bæjarbúum að kjósa um bæjarfjall Kópavogs en bæjarfjalli má lýsa á eftirfarandi hátt:  stolt íbúa, tignarlegt og fagurt.

Hér eru nokkur fjöll í Kópavogi:

Vífilsfell: Toppur Vífilsfells er móbergstindur ofan á grágrýtisklettalögum Bláfjalla, en fellið er 655 m hátt. Það er vinsælt til gönguferða og þar var sett upp útsýnisskífa árið 1940 af Ferðafélagi Íslands.

 

Sandfell: Fellið er úr gömlu móbergi, en þar má einnig finna eldra grágrýti sem hraun hafa að nokkru runnið yfir. Af Sandfelli má sjá yfir höfuðborgarsvæðið, sérstaklega til austurs. Fellið er um 341 m.

Selfjall: Selfjall er lágreist en breitt frá vestri til austurs. Fjallið er úr gömlu móbergi, en á svæðinu er einnig eldra grágrýti sem hraun hafa að nokkru runnið yfir. Selfjall er í landi Lækjarbotna. Selfjall er sunnan Selhóla en austur af því er Sandfell. Selfjall er 269 m hátt og er þar talsvert útsýni.

Bláfjöll: eru lítt gróin móbergsfjöll, með klettabelti úr grágrýti efst og hraunþekju á sléttlendi, svokallaður fjallgarður. Þar er skíðasvæði höfuðborgarbúa og eru fjöllin á fólkvangi. Bláfjöllin eru um 7 km á lengd og 2 km þar sem þau eru breiðust. Bláfjöll eru innan Bláfjallafólkvangs.

Húsfell: er stakt fell sem stendur á miklu hraunflæmi, Húsfellsbruna, og er 288 m hátt.

Könnun: Hvert er bæjarfjall Kópavogs?

 

Efnisorð
Fréttir
06/11/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.