Hvöss orðaskipti á fundi bæjarráðs.

Á fundi bæjarráðs í gær var lögð fram fundargerð forvarnar- og frístundanefndar. Til hvassra orðaskiptinga kom á milli bæjarfulltrúa, eins og neðangreind fundargerð sýnir sem fengin  er af kopavogur.is:

Til hvassra orðaskipta kom á síðasta fundi Bæjarráðs.
Til hvassra orðaskipta kom á síðasta fundi Bæjarráðs.

Forvarna- og frístundanefnd, 26. september , 18. fundargerð í 9 liðum. Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Í forvarna- og frístundanefnd er verið að samþykkja tómstundastyrki vegna mismunandi frístundaúrræða. Undirrituð leggur til að tónlistarnám hvers konar verði styrkhæft með sama hætti, enda óeðlilegt að mismuna frístundatilboðum.“

Tillagan var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
„Það er dapurlegt að meirihluti bæjarráðs skuli mismuna börnum í Kópavogi með þessum hætti nú þegar birtir til eftir erfið ár í fjármálum bæjarins.“

Ármann Kr. Ólafsson og Ómar Stefánsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Vakin skal athygli á því að í þá 20 mánuði sem Samfylkingin fór fyrir meirihluta í bæjarstjórn var ekki hreyft við þessu máli. Þó það sé rétt að það hafi birt til í fjármálum bæjarins þá er enn fylgt þeirri stefnu að vera með aðhald í rekstri og greiða niður skuldir. Það skal undirstrikað að bærinn greiðir laun tónlistarkennara sem á ekki við aðra sem þiggja þessa styrki. Það er greinilegt að kosningar eru í nánd.“

Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Ýmis gæluverkefni meirihlutans eins og fjölgun fulltrúa í nefndum, fjölgun nefnda og fjölgun starfsmanna í yfirstjórn bæjarins er margfaldur sá kostnaður sem fylgir því að eyða þessari mismunun. 20 mánaða klisja bæjarstjóra er orðin þreytt og kallað er eftir nýjum frasa.“

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
„Að tala um fjölgun starfsmanna sem gæluverkefni er nokkuð sérstakt sjónarhorn.“

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
„Þá er hér með óskað eftir yfirliti yfir eftirfarandi kostnað:
Kostnað við sviðsstjóra sérstakra verkefna á ársgrundvelli.
Kostnað við fjölgun fulltrúa í stærri nefndum bæjarins úr fimm í sjö á ársgrundvelli.“

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
„Sviðsstjóri sérstakra verkefna er ekki viðbótarkostnaður þar sem viðkomandi var sviðsstjóri hér áður en fyrri meirihluti réð hana sem bæjarstjóra.“

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
„Minnt er á starfslokasamning við fyrrverandi bæjarstjóra þegar honum var vikið úr starfi af núverandi meirihluta. Skipulagsbreytingar í yfirstjórn bæjarins voru gerðar í hagræðingarskyni sem nú eru að engu orðnar af augljósum ástæðum.“

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
„Hér er einhver ný söguskýring á ferðinni því síðasti meirihluti sprakk í kjölfar þess að oddviti Samfylkingarinnar sagði bæjarstjóra upp störfum.“

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
„Hvernig hyggst bæjarstjórn bregðast við því ef öll börn í bænum nýta sér niðurgreiðslur vegna tómstunda?“

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
„Reynsla síðustu ára hefur sýnt um það bil hversu miklu fjármagni þarf að áætla í þessa styrk.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að