Íbúafundur um bæjarskrifstofur

Bæjarskrifstofurnar eru nú í þremur húsum, í Fannborg 2, 4 og 6.

Haldinn verður íbúafundur um húsnæði stjórnsýslu Kópavogs þriðjudaginn 2. febrúar í Salnum í Kópavogi. Þar verða kynntar tillögur sem starfshópur um húsnæði stjórnsýslunnar lagði til að bæjarstjórn Kópavogs tæki afstöðu til. Kostur eitt er að ráðist verði í viðhald á Fannborg 2 strax. Jafnframt verði mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar. Kostur tvö er að hafnar verði annars vegar viðræður um nýtt húsnæði í Norðurturni við Smáralind og hins vegar viðræður um nýtt húsnæði við Smáratorg. Jafnframt verði leitað samninga um sölu á fasteignum í Fannborg og mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.
„Að baki tillögunum sem starfshópurinn lagði til sem  liggur ítarleg greining og vinna sem er áhugavert fyrir íbúa að kynna sér,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Bæjarstjóri ávarpar fundinn í upphafi en fulltrúar Mannvits og Capacent kynna valkostina.

Bæjarstjórn Kópavogs lagði til á fundi sínum 15. desember að áður en bæjarstjórn tæki afstöðu yrðu tillögurnar rýndar af íbúum og haldinn opinn fundur með íbúum þegar rýnivinnu væri lokið.

Fundurinn fer sem fyrr segir fram í Salnum 2. febrúar og hefst klukkan 20.00.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar