Íbúar ánægðir með Kópavog

91% Kópavogsbúa eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu sveitarfélagsins í margvíslegum málaflokkum.

Kópavogsbúar eru frábærir.

Íbúar í Kópavogi eru ánægðastir allra á landinu þegar kemur að aðstöðu til íþróttaiðkunar og hvernig menningarmálum er sinnt. Í íþróttunum eru 92% ánægðir, 7% hlutlausir í afstöðu sinni og 1% óánægðir en í menningarmálunum eru 72% ánægðir, 25% hlutlausir og 3% óánægðir.

Þá eru mjög margir ánægðir með gæði umhverfis í kringum heimili sitt, þjónustu sveitarfélagsins þegar á heildina er litið, grunn- og leikskóla, sorphirðu og hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum.

Í langflestum málaflokkum er meirihluti ánægður með þjónustu sveitarfélagsins og í öllum er ánægja meiri en óánægja.

Þátttakendur voru spurðir hvar helst þyrfti að bæta þjónustu sveitarfélagsins. 23% bentu á endurvinnslu og sorphirðumál, 21 á samgöngumál, 14% á umhverfismál og 11% á stjórnsýslu, leikskólamál og þjónustu við eldri borgara.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu nóvember til janúar og svöruðu 498 spurningum um Kópavog. 9861 tóku þátt í könnunni í heild sinni. Þátttakendur voru eldri en 18 ára, valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup og þjóðskrá. Gagnaöflun stóð yfir þar til tilteknum fjölda var náð í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér