Íbúar ánægðir með Kópavog

Kópavogsbúar eru frábærir.

91% Kópavogsbúa eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu sveitarfélagsins í margvíslegum málaflokkum.

Kópavogsbúar eru frábærir.

Íbúar í Kópavogi eru ánægðastir allra á landinu þegar kemur að aðstöðu til íþróttaiðkunar og hvernig menningarmálum er sinnt. Í íþróttunum eru 92% ánægðir, 7% hlutlausir í afstöðu sinni og 1% óánægðir en í menningarmálunum eru 72% ánægðir, 25% hlutlausir og 3% óánægðir.

Þá eru mjög margir ánægðir með gæði umhverfis í kringum heimili sitt, þjónustu sveitarfélagsins þegar á heildina er litið, grunn- og leikskóla, sorphirðu og hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum.

Í langflestum málaflokkum er meirihluti ánægður með þjónustu sveitarfélagsins og í öllum er ánægja meiri en óánægja.

Þátttakendur voru spurðir hvar helst þyrfti að bæta þjónustu sveitarfélagsins. 23% bentu á endurvinnslu og sorphirðumál, 21 á samgöngumál, 14% á umhverfismál og 11% á stjórnsýslu, leikskólamál og þjónustu við eldri borgara.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu nóvember til janúar og svöruðu 498 spurningum um Kópavog. 9861 tóku þátt í könnunni í heild sinni. Þátttakendur voru eldri en 18 ára, valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup og þjóðskrá. Gagnaöflun stóð yfir þar til tilteknum fjölda var náð í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem