Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um að flytja í hverfið. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var meðal íbúa í Glaðheimum í sumar. 

Óvenjulegar ljósastaurar eru í Glaðheimahverfi.

Tilgangur könnunarinnar var að leitast við að vega og meta nýtt hverfi út frá viðhorfi íbúa og munu niðurstöður könnunarinnar nýtast við áframhaldandi skipulagsgerð og framkvæmdir í Kópavogi. 

Í heildina tekið eru niðurstöður könnunarinnar mjög jákvæðar. Fólk er almennt ánægt með hverfið. Flestir fluttu í hverfið úr Reykjavík og Kópavogi, og flestir svarendur búa í eigin íbúð. Ljóst er að það að finna réttu íbúðina skipti miklu máli þegar ákveðið var að flytja í hverfið, en 88% sögðu það hafa skipt miklu eða fremur miklu máli að finna réttu íbúðina.

Í könnuninni kemur fram að 94% íbúa eru fremur sátt eða mjög sátt með nálægð við þjónustu í hverfinu en 75% íbúa töldu það mikilvægan þátt þegar ákvörðun var tekin um að flytja í hverfið. 84% íbúa segja staðsetningu hafa skipt miklu máli þegar ákveðið var að flytja í hverfið. Tæp 60% svarenda segjast jafnframt fremur eða mjög ánægð með nálægð við náttúru í hverfinu. 

Skipulag hverfisins skipti 66% íbúa máli þegar ákveðið var að flytja í hverfið,  Það svarhlutfall er svipað þegar kemur að ánægju með skipulag eftir að íbúinn er fluttur í hverfið og eru 64% íbúa í hverfinu fremur eða mjög ánægðir með það, og 26% svöruðu í meðallagi.

75% svarenda eru fremur eða mjög ánægðir með hjóla- og gönguleiðir, en rúmlega helmingur er í meðallagi ánægður með almenningssamgöngur. 

Í heildarniðurstöðum könnunarinnar sést að útlit hverfisins skipti máli við val á hverfinu, þó það hafi kannski ekki haft úrslitaáhrif. Eftir flutning í hverfið eru 80% svarenda ánægðir með útlitið, og skipti það eigendur íbúða meiru máli en leigjendur og þá sem búa í foreldrahúsum.

Mikil ánægja er með lýsingu í hverfinu en 82% segjast fremur eða mjög ánægðir, tæp 80% svarenda eru fremur eða mjög ánægðir með sorpgeymslur hverfisins, og 63% svarenda eru fremur eða mjög ánægðir með bílastæði og bílageymslur.

Maskína gerði könnunina fyrir Kópavogsbæ og lagði hana fyrir íbúa dagana 21.júlí til 12. ágúst. 

Í Glaðheimum eru nú 12 fjölbýlishús, öll við Álalind og Bæjarlind. Búið er í um 250 íbúðum og eru íbúar 18 ára og eldri um 310, svarhlutfall 18 ára og eldri var 54,4% en svarhlutfall þeirra sem tengiliðaupplýsingar voru til um var 73,3%. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,