Íbúar í Fannborg mótmæla framkvæmdum við gömlu heilsugæsluna

Íbúar í Fannborg, sem vilja ekki koma fram undir nafni, hafa í samtölum við Kópavogsblaðið haft stór orð um það sem þeir segja vera yfirgang og misbeitingu valds bæjaryfirvalda. Forsagan er sú að þann 11. febrúar síðastliðinn samþykkti byggingafulltrúi Kópavogsbæjar erindi fyrirtækisins Hömlur 1 ehf, sem er dótturfyrirtæki Regins, um að innrétta gistiheimili á 1. og 2. hæð að Fannborg 7 – 9 þar sem heilsugæsla Kópavogs var áður til húsa. Bæjarráð samþykkti að vísa þessu til bæjarstjórnar. Það var síðan í haust sem íbúar í Fannborginni vöknuðu við hamarshögg, hljóð úr borvélum og fræsurum. „Okkur var aldrei tilkynnt um eitt né neitt og hér nötraði allt og skalf,“ segir íbúi við Fannborg sem vill ekki koma fram undir nafni. Íbúarnir telja að gistiheimili rýri verðmæti íbúða um verulegar fjárhæðir auk annarra óþæginda sem af sambúð við slíka starfsemi hlýst, eins og til dæmis aðgengi að bílastæðum. Íbúarnir kærðu því framkvæmdirnar til kærunefndar fjöleignahúsa á grundvelli 27. greinar laga um fjöleignarhús en þar segir meðal annars:

Breytingar á hagnýtingu séreignar frá því sem verið hefur eða ráð var fyrir gert í upphafi sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa sem áður var og gengur og gerist í sambærilegum húsum eru háðar samþykki allra eigenda hússins.“

Fannborg 7-9
Heilsugæslan í Kópavogi var áður til húsa að Fannborg 7-9. Tvær hæðir eru tómar þarna, samtals um 500 fermetrar. Íbúar setja sig upp á móti fyrirætlunum um að breyta þessu í gistiheimili.

Í svari frá Gísla Norðdahl, byggingafulltrúa, sem barst með tölvupósti til íbúa í Fannborg, sem Kópavogsblaðið hefur undir höndum, segir að hann hafi rætt við framkvæmdaaðila um að stöðva allar framkvæmdir þar til formlegt byggingarleyfi verði gefið út. Hinsvegar hafi þetta húsnæði alla tíð verið skráð atvinnuhúsnæði og ekki sérstaklega skilgreint hver sú starfsemi megi vera. „Það segir ekkert í mannvirkjalögum eða fjöleignahúsalögum að það þurfi samþykki meðeigenda um breytingu á starfsemi í atvinnuhúsum svo framalega að ekki sé verið að breyta eignarmörkum eða breytingu í sameign,“ segir meðal annars í svari byggingafulltrúa til íbúa Fannborgar. „Það er ekki verið að breyta þarna neinu utan séreignar og eignahlutföll í húsinu eru óbreytt. Eignaskiptayfirlýsing stendur óbreytt eftir þessa samþykkt. Það þarf hins vegar samþykki allra meðeigenda ef atvinnnuhúsnæði er breytt í íbúðarhúsnæði þar sem slíkt kallar á nýja eignarskiptayfirlýsingu. Það er ekki hlutverk byggingarfulltrúa að tilkynna meðeigendum um breytta atvinnunotkun, það er frekar hlutverk þeirra sem hlut eiga að máli. Skipulag miðbæjarins er skilgreint sem miðsvæði, fyrir íbúðir, verslun- og þjónustu, stjórnsýslu o.þ.u.l. Gistiheimili fellur undir þessa þjónustuskilgreiningu,“ segir í svari byggingafulltrúa til íbúa í Fannborg. Biðstaða er á frekari framkvæmdum þar til og ef byggingarleyfi verður gefið út.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér