Íbúar í Kópavogi hæstánægðir með Justin Timberlake tónleikana

90% íbúa í Kórahverfi í Kópavogi voru ánægðir með skipulag í kringum tónleikana með Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kórahverfi í ágúst síðastliðnum. 5,5% voru hlutlausir í afstöðu sinni og einungis 4,5% óánægðir. Fram kemur í frétt frá bænum að þetta komi fram í þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Kópavogsbæ.

Þessar niðurstöður eru afar góðar og jákvæðar fyrir áframhaldandi notkun á Kórnum. Það var allt skipulag í kringum tónleikana með Justin Timberlake til fyrirmyndar að mati allra sem að tónleikunum stóðu og tónleikagesta sömuleiðis. Það er mjög ánægjulegt að íbúar séu sama sinnis,

segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Íbúar í Kópavogi voru almennt mjög ánægði með skipulagningu tónleikanna, samkvæmt könnuninni. Með skipulagi tónleikanna er átt við stýringu umferðar, öryggi fótgangenda, lokun gatna og fleira.

Í heild voru 74% íbúa í Kópavogi  ánægðir með skipulagið, 20% hlutlausir og 6% óánægðir samkvæmt könnunni.  Sem fyrr sagði voru íbúar í Kórahverfi ánægðastir, 72% íbúa í Smárahverfi voru ánægðir, 22% hlutlausir og 6% óánægðir. Í elsta hluta Kópavogs, Vestur- og Austurbæ, voru 66% íbúa ánægðir, 27%hlutlausir og 7% óánægðir.

Ef niðurstöður við spurningunni eru skoðaðar eftir aldri kemur í ljós að flesta óánægða er að finna í aldurshópnum eldri en 55 ára, eða 12 %. Aldurshópurinn 35 til 44 var hins vegar ánægðastur, í honum voru 81% ánægðir, 12% hlutlausir og 7% óánægðir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar