Íbúar í Kópavogi hæstánægðir með Justin Timberlake tónleikana

90% íbúa í Kórahverfi í Kópavogi voru ánægðir með skipulag í kringum tónleikana með Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kórahverfi í ágúst síðastliðnum. 5,5% voru hlutlausir í afstöðu sinni og einungis 4,5% óánægðir. Fram kemur í frétt frá bænum að þetta komi fram í þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Kópavogsbæ.

Þessar niðurstöður eru afar góðar og jákvæðar fyrir áframhaldandi notkun á Kórnum. Það var allt skipulag í kringum tónleikana með Justin Timberlake til fyrirmyndar að mati allra sem að tónleikunum stóðu og tónleikagesta sömuleiðis. Það er mjög ánægjulegt að íbúar séu sama sinnis,

segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Íbúar í Kópavogi voru almennt mjög ánægði með skipulagningu tónleikanna, samkvæmt könnuninni. Með skipulagi tónleikanna er átt við stýringu umferðar, öryggi fótgangenda, lokun gatna og fleira.

Í heild voru 74% íbúa í Kópavogi  ánægðir með skipulagið, 20% hlutlausir og 6% óánægðir samkvæmt könnunni.  Sem fyrr sagði voru íbúar í Kórahverfi ánægðastir, 72% íbúa í Smárahverfi voru ánægðir, 22% hlutlausir og 6% óánægðir. Í elsta hluta Kópavogs, Vestur- og Austurbæ, voru 66% íbúa ánægðir, 27%hlutlausir og 7% óánægðir.

Ef niðurstöður við spurningunni eru skoðaðar eftir aldri kemur í ljós að flesta óánægða er að finna í aldurshópnum eldri en 55 ára, eða 12 %. Aldurshópurinn 35 til 44 var hins vegar ánægðastur, í honum voru 81% ánægðir, 12% hlutlausir og 7% óánægðir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að