Íbúar í Kópavogi hæstánægðir með Justin Timberlake tónleikana

90% íbúa í Kórahverfi í Kópavogi voru ánægðir með skipulag í kringum tónleikana með Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kórahverfi í ágúst síðastliðnum. 5,5% voru hlutlausir í afstöðu sinni og einungis 4,5% óánægðir. Fram kemur í frétt frá bænum að þetta komi fram í þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Kópavogsbæ.

Þessar niðurstöður eru afar góðar og jákvæðar fyrir áframhaldandi notkun á Kórnum. Það var allt skipulag í kringum tónleikana með Justin Timberlake til fyrirmyndar að mati allra sem að tónleikunum stóðu og tónleikagesta sömuleiðis. Það er mjög ánægjulegt að íbúar séu sama sinnis,

segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Íbúar í Kópavogi voru almennt mjög ánægði með skipulagningu tónleikanna, samkvæmt könnuninni. Með skipulagi tónleikanna er átt við stýringu umferðar, öryggi fótgangenda, lokun gatna og fleira.

Í heild voru 74% íbúa í Kópavogi  ánægðir með skipulagið, 20% hlutlausir og 6% óánægðir samkvæmt könnunni.  Sem fyrr sagði voru íbúar í Kórahverfi ánægðastir, 72% íbúa í Smárahverfi voru ánægðir, 22% hlutlausir og 6% óánægðir. Í elsta hluta Kópavogs, Vestur- og Austurbæ, voru 66% íbúa ánægðir, 27%hlutlausir og 7% óánægðir.

Ef niðurstöður við spurningunni eru skoðaðar eftir aldri kemur í ljós að flesta óánægða er að finna í aldurshópnum eldri en 55 ára, eða 12 %. Aldurshópurinn 35 til 44 var hins vegar ánægðastur, í honum voru 81% ánægðir, 12% hlutlausir og 7% óánægðir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Gudmundur Andri Thorsson
formadur
Teitur Atlason
birnir
Ármann
Donata H. Bukowska.
2013-02-16_-_Wien_-_Demo_Gleiche_Rechte_für_alle_(Refugee-Solidaritätsdemo)_-_Refugees_are_human_beings
Samband íslenskra sveitarfélaga
Unnur Flóvenz formaður Rannveigar