ÍK, Íþróttafélag Kópavogs, stofnað á ný

ÍK, Íþróttafélag Kópavogs, hefur verið stofnað á nýjan leik. ÍK var fyrst stofnað árið 1976 en var lagt niður árið 1991 og knattspyrnudeild HK stofnuð. Í byrjun verður áhersla lögð á iðkun knattspyrnu bæði drengja og stúlkna ásamt meistaraflokki og verður félagið þátttakandi á Íslandsmótinu 2016, samkvæmt upplýsingum Kópavogsblaðsins. Þá verða einmitt 40 ár frá því félagið var fyrst stofnað. Merki félagsins og þverröndóttu grænu og hvítu  búningarnir verða þeir sömu og áður. ÍK hyggst sækja um æfinga- og félagsaðstöðu í Fagralundi í Fossvogsdal og vera virkur aðili í íþróttaþjónustu við bæjarbúa í nærumhverfinu í norðurhluta Kópavogs nú þegar HK er flytja í Kórinn. ÍK hafði einmitt fengið það svæði úthlutað á sínum tíma. Mikil ánægja ríkir meðal gamalla ÍK-inga með endurkomu félagsins enda eiga margir góðar minningar frá ÍK árunum. Efnt verður til framhaldsaðalfundar fljótlega á nýju ári þar sem gamlir og nýir félagsmenn eru velkomnir að gerast stofnfélagar. Formaður ÍK er Sigvaldi Einarsson.

Margir þjóðkunnir kappar léku með ÍK á árum áður. Myndin hér að ofan er af síðasta meistaraflokks liðsins árið 1991. Þarna eru, að öðrum ólöstuðum: Víðir Sigurðsson, Helgi Kolviðsson, Reynir Björnsson og Hörður Már Magnússon. Mynd úr safni, höf óþekktur.
Margir þjóðkunnir kappar léku með ÍK á árum áður. Myndin hér að ofan er af síðasta meistaraflokks liðsins árið 1991. Þarna eru, að öðrum ólöstuðum: Víðir Sigurðsson, Helgi Kolviðsson, Reynir Björnsson og Hörður Már Magnússon. Mynd úr safni, ljósmyndari er óþekktur.
Úr leikjum ÍK hér á árum áður. Myndir úr safni, höfundur óþekktur.
Úr leikjum ÍK hér á árum áður. Myndir úr safni, ljósmyndari er óþekktur.

oc26_024

Fyrsti 5. flokkur ÍK árið 1976. Mynd úr safni.
Fyrsti 5. flokkur ÍK árið 1976. Mynd úr safni, ljósmyndari er óþekktur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar