Innipúkar allra landa sameinast á SPOT um verslunarmannahelgina.

Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta.
Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta.

Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta því að fjórða árið í röð blása Greifarnir og Siggi Hlö til Útihátíðar á SPOT við Bæjarlind í Kópavogi um verslunarmannahelgina. Hátíðin hefur vaxið á hverju ári með fleiri gestum, meiri gleði og betri skemmtun. Stuðbandið Dalton hefur fjörið annað kvöld. Dansglaðir geta dillað sér með Greifunum á laugardags og sunnudagskvöld. Þau kvöld mun einnig fólk með varanlega eitís nostalgíu fá sinn reglubundna skammt hjá Sigga Hlö. 
Eins og venjulega fylgir borgari af grillinu með hverjum miða á laugardagskvöldinu og svo er það brekkusöngurinn yndislegi á sunnudagskvöldinu. Bjössi Greifi stjórnar honum með aðstoð félaga sinna úr hljómsveitinni. Brekkusöngurinn, sem hefur vakið verðskuldaða athyggli, byrjar klukkan 11 um kvöldið.

Það verður því stanslaust stuð á innihátíð Spot í Kópavogi um verslunarmannahelgina og ekki seinna vænna að redda pössun og finna útihátíðar- og eitís gallanna.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar