Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta því að fjórða árið í röð blása Greifarnir og Siggi Hlö til Útihátíðar á SPOT við Bæjarlind í Kópavogi um verslunarmannahelgina. Hátíðin hefur vaxið á hverju ári með fleiri gestum, meiri gleði og betri skemmtun. Stuðbandið Dalton hefur fjörið annað kvöld. Dansglaðir geta dillað sér með Greifunum á laugardags og sunnudagskvöld. Þau kvöld mun einnig fólk með varanlega eitís nostalgíu fá sinn reglubundna skammt hjá Sigga Hlö.
Eins og venjulega fylgir borgari af grillinu með hverjum miða á laugardagskvöldinu og svo er það brekkusöngurinn yndislegi á sunnudagskvöldinu. Bjössi Greifi stjórnar honum með aðstoð félaga sinna úr hljómsveitinni. Brekkusöngurinn, sem hefur vakið verðskuldaða athyggli, byrjar klukkan 11 um kvöldið.
Það verður því stanslaust stuð á innihátíð Spot í Kópavogi um verslunarmannahelgina og ekki seinna vænna að redda pössun og finna útihátíðar- og eitís gallanna.