Innipúkar allra landa sameinast á SPOT um verslunarmannahelgina.

Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta.
Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta.

Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta því að fjórða árið í röð blása Greifarnir og Siggi Hlö til Útihátíðar á SPOT við Bæjarlind í Kópavogi um verslunarmannahelgina. Hátíðin hefur vaxið á hverju ári með fleiri gestum, meiri gleði og betri skemmtun. Stuðbandið Dalton hefur fjörið annað kvöld. Dansglaðir geta dillað sér með Greifunum á laugardags og sunnudagskvöld. Þau kvöld mun einnig fólk með varanlega eitís nostalgíu fá sinn reglubundna skammt hjá Sigga Hlö. 
Eins og venjulega fylgir borgari af grillinu með hverjum miða á laugardagskvöldinu og svo er það brekkusöngurinn yndislegi á sunnudagskvöldinu. Bjössi Greifi stjórnar honum með aðstoð félaga sinna úr hljómsveitinni. Brekkusöngurinn, sem hefur vakið verðskuldaða athyggli, byrjar klukkan 11 um kvöldið.

Það verður því stanslaust stuð á innihátíð Spot í Kópavogi um verslunarmannahelgina og ekki seinna vænna að redda pössun og finna útihátíðar- og eitís gallanna.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn