Innipúkar allra landa sameinast á SPOT um verslunarmannahelgina.

Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta.
Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta.

Innipúkar í Kópavogi þurfa ekki að örvænta því að fjórða árið í röð blása Greifarnir og Siggi Hlö til Útihátíðar á SPOT við Bæjarlind í Kópavogi um verslunarmannahelgina. Hátíðin hefur vaxið á hverju ári með fleiri gestum, meiri gleði og betri skemmtun. Stuðbandið Dalton hefur fjörið annað kvöld. Dansglaðir geta dillað sér með Greifunum á laugardags og sunnudagskvöld. Þau kvöld mun einnig fólk með varanlega eitís nostalgíu fá sinn reglubundna skammt hjá Sigga Hlö. 
Eins og venjulega fylgir borgari af grillinu með hverjum miða á laugardagskvöldinu og svo er það brekkusöngurinn yndislegi á sunnudagskvöldinu. Bjössi Greifi stjórnar honum með aðstoð félaga sinna úr hljómsveitinni. Brekkusöngurinn, sem hefur vakið verðskuldaða athyggli, byrjar klukkan 11 um kvöldið.

Það verður því stanslaust stuð á innihátíð Spot í Kópavogi um verslunarmannahelgina og ekki seinna vænna að redda pössun og finna útihátíðar- og eitís gallanna.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Screen Shot 2015-02-04 at 17.42.56
BirkirogBaldur-
Hakon-Gunnarsson
Hjördís Ýr Johnson
Guðmundur Marteinsson
gerda
PicsArt_18_6_2014 22_51_33
164382_1819045804368_1544496_n
Umhverfisvidurkenning2015_2