
Molinn er ungmennahús Kópavogs sem staðsett er beint á móti Salnum og Gerðasafni. Þar kemur ungt fólk saman til að fá útrás fyrir sköpunarþörfina; hvort sem er uppi á sviði, fyrir framan tölvu eða með pensil í hönd. Ekkert er Molanum óviðkomandi þegar kemur að því að virkja ungmennin í Kópavogi til framkvæmda og þátttöku.
Þeir Árni Thor Guðmundsson og Andri Lefever, sem báðir starfa í Molanum, segja okkur frá starfsemi Molans – sem er að sjálfsögðu uppáhalds staðurinn þeirra í Kópavogi: