Baráttan við illgresið og blómfífla er hafin á ný í görðum Kópavogsbúa; einkum og sér í lagi í neðanverðum Fossvogsdalnum þar sem íbúar segja að grasið spretti fyrr og ákafar en víða annars staðar á landinu vegna veðursældarinnar. Við kíktum í heimsókn til Erlu Ingólfsdóttur, íbúa við Reynigrund, sem segist vera á móti garðeitrun en ákaflega hlynnt allri sól á öllum árstímum.