Innlit í verðlaunagarð Sigríðar og Guðmundar að Birkihvammi 7 (myndband):

Hjónin Sigriður Bjarnadóttir og Guðmundur B. Kristmundsson fengu viðurkenningu fyrir umhirðu húss og lóðar að Birkihvammi 7.
Hjónin Sigriður Bjarnadóttir og Guðmundur B. Kristmundsson fengu viðurkenningu fyrir umhirðu húss og lóðar að Birkihvammi 7.

Hjónin Sigriður Bjarnadóttir og Guðmundur B. Kristmundsson fengu viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs á dögunum fyrir Birkihvamm 7. Þau hafa búið í þessu fallega húsi frá árinu 1985 ásamt börnum sínum.

Birkihvammur 7.
Birkihvammur 7.

Húsið var byggt á árunu 1954 – 1956. Það er hæð og ris og stendur nokkuð hátt, með góðu útsýni. Þegar Sigríður og Guðmundur fluttu í húsið var garðurinn umhverfis það einungis þakinn grasi sem var í hálfgerðri órækt. Hann var ekki afmarkaður með garði eða hleðslu og bílastæði var einungis mold og sandur. Í garðinum var aðeins að finna tvö lágvaxin reynitré á bak við bílskúrinn.

Smám saman fóru hjónin að tína í hann blóm og tré. Nú eru í garðinu 126 tegundir plantna og þá eru ekki meðtalin sumarblóm og grænmetisplöntur.

Þau Sigríður og Guðmundur segja gott að búa í Birkihvammi. Húsið er hlýlegt og hefur að geyma góðan anda. Umhverfið er notalegt, vel gróið og veðursæld líklega með því besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.

Við litum í heimsókn til þeirra sómahjóna á dögunum, sem sýndu okkur verðlaunagarðinn sinn.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar