Innlit í verðlaunagarð Sigríðar og Guðmundar að Birkihvammi 7 (myndband):

Hjónin Sigriður Bjarnadóttir og Guðmundur B. Kristmundsson fengu viðurkenningu fyrir umhirðu húss og lóðar að Birkihvammi 7.
Hjónin Sigriður Bjarnadóttir og Guðmundur B. Kristmundsson fengu viðurkenningu fyrir umhirðu húss og lóðar að Birkihvammi 7.

Hjónin Sigriður Bjarnadóttir og Guðmundur B. Kristmundsson fengu viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs á dögunum fyrir Birkihvamm 7. Þau hafa búið í þessu fallega húsi frá árinu 1985 ásamt börnum sínum.

Birkihvammur 7.
Birkihvammur 7.

Húsið var byggt á árunu 1954 – 1956. Það er hæð og ris og stendur nokkuð hátt, með góðu útsýni. Þegar Sigríður og Guðmundur fluttu í húsið var garðurinn umhverfis það einungis þakinn grasi sem var í hálfgerðri órækt. Hann var ekki afmarkaður með garði eða hleðslu og bílastæði var einungis mold og sandur. Í garðinum var aðeins að finna tvö lágvaxin reynitré á bak við bílskúrinn.

Smám saman fóru hjónin að tína í hann blóm og tré. Nú eru í garðinu 126 tegundir plantna og þá eru ekki meðtalin sumarblóm og grænmetisplöntur.

Þau Sigríður og Guðmundur segja gott að búa í Birkihvammi. Húsið er hlýlegt og hefur að geyma góðan anda. Umhverfið er notalegt, vel gróið og veðursæld líklega með því besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.

Við litum í heimsókn til þeirra sómahjóna á dögunum, sem sýndu okkur verðlaunagarðinn sinn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem