Ísland, land tækifæranna.

Bryndís Haralds, formaður bæjarráðs og skipulagsnefndar Mosfellsbæjar.
Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs og skipulagsnefndar Mosfellsbæjar.

Á Íslandi er gott að búa og við verðum að tryggja að svo verði áfram.  Unga fólkið á að upplifa tækifærin á Íslandi. Hvetja þarf til sparnaðar frekar en skuldsetningu. Það að eignast húsnæði verður að vera raunhæfur möguleiki fyrir sem flesta.  En á sama tíma þarf að byggja hér upp öruggan leigumarkað fyrir þá sem það kjósa. Eftir að hafa unnið alla sína ævi eiga eldri borgarar þessa lands að upplifa áhyggjulaus ævikvöld. Í alþjóðlegum samanburði kemur íslenskt samfélag vel út. Þjóðfélagsumræðan endurspeglar oft ekki þessa staðreynd. Ýmislegt er ógert og margt má gera betur en við erum á réttri leið.

Suðvestur kjördæmi skiptir máli Kraginn eða Suðverstur kjördæmið, er fjölmennasta kjördæmi landsins. Það mótar jaðarinn í kringum höfuðborgina. Brýnt er að svo fjölmennt kjördæmi hafi á að skipa þingmönnum með víðtæka þekkkingu og reynslu. Mikilvægt er að á Alþingi sé góð þekking á málefnum sveitarfélaganna. Ég tel líka mikilvægt að Alþingi sé skipað fólki sem endurspeglar þjóðina; fólki sem þekkir hvernig það er að láta enda ná saman hjá venjulegri fjölskyldu og fólki sem veit hvernig það er að reka lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessi atriði vógu þungt í ákvörðun minni um að gefa kost á mér til þingsstarfa.

Það sem vegur hins vegar þyngra eru þær áskoranir og tækifæri sem kjördæmið hefur á sviði búsetuþróunar og uppbyggingar á sviði atvinnu og þjónustu. Sveitarfélögin í kjördæminu vinna vel saman. En þegar kemur að samstarfi við ríkisvaldið eru samskiptin ómarkviss, og óskilvirk. Ég mun leggja mitt af mörkum til að bæta þessi samskipti.  Þetta er þarft verkefni því afar mikilvægt að efla skilvirkni og bætta nýtingu á skattfé landsmanna.

Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs og skipulagsnefndar Mosfellsbæjar gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í SV- kjördæmi laugardaginn 10. september.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn