Íslensk knattspyrna komin út

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 33. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Í ár eru tímamót í útgáfu bókarinnar því hún er öll litprentuð í fyrsta skipti en áður hafa mest 37 prósent hennar verið í lit, 96 síður af 256, og fyrir vikið er uppsetning hennar og efnisröðun talsvert breytt að þessu sinni.
Isl knattsp-cover low res
Bókin fjallar um viðburðaríkasta og líkast til besta árið í sögu fótboltans á Íslandi. Karlalandsliðið náði lengra en nokkru sinni fyrr þegar það komst í umspil um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu. Kvennalandsliðið komst í átta liða úrslit Evrópukeppninnar í Svíþjóð. Öll yngri landslið Íslands komust áfram í Evrópukeppninni og 21-árs landslið karla er í góðri stöðu. Öll karlaliðin komust áfram í Evrópumótum félagsliða og tvö þeirra léku í þremur umferðum. Íslenskir leikmenn gerðu það gott erlendis, börðust um markakóngstitla og unnu meistaratitla í Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Englandi, og fleiri Íslendingar spila nú í Meistaradeild Evrópu en nokkru sinni fyrr.
Fjallað er ítarlega um Íslandsmótið 2013 í öllum deildum og flokkum. Mest um efstu deildir karla og kvenna en einnig um neðri deildirnar og yngri flokkana. Bikarkeppni karla og kvenna er gerð ítarleg skil og fjallað um önnur mót innanlands og margt fleira sem tengist íslenskum fótbolta á árinu 2013.
Í bókinn er viðtal við Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða, fjallað er sérstaklega um Gylfa Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Katrínu Jónsdóttur, þjálfarar bestu leikmanna Íslandsmótsins, Björns Daníels Sverrissonar og Hörpu Þorsteinsdóttur, segja frá þeim, KR-ingurinn Baldur Sigurðsson skrifar sjálfur um sigur Vesturbæinga á Íslandsmótinu, og margt fleira um fótboltann á árinu er þar að finna.

Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar.

Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira.
Bókin er 256 blaðsíður, allar í lit.  Hún er prýdd um 350 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum á Íslandsmótinu, ásamt mörgum fleiri liðum og einstaklingum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Forvarnarsjóður 2015
hjolagaur
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Jón Finnbogason
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Unknown-1-copy-2
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttur, formaður bæjarráðs Kópavogs.
IMG_5885
Brynja Hlíf Hjaltadóttir. Mynd: Motorcross.is