Íþróttabærinn Kópavogur

Sigurjón Jónsson, 2.sæti hjá Framsókn í  Kópavogi.
Sigurjón Jónsson,
2.sæti hjá Framsókn í Kópavogi.

Í Kópavogi höfum við íþróttaaðstöðu á heimsmælikvarða sem nágrannar okkar í öðrum sveitarfélögum horfa öfundaraugum til. Sú umgjörð sem bærinn hefur skapað í íþróttamálum hér í Kópavogi er til fyrirmyndar og starf íþróttafélaganna í bænum verður ekki metið til fjár.

Framsóknarflokkurinn hefur leitt uppbyggingu íþrótta- og tómstundamála hér í Kópavogi að mestu leyti frá árinu 1990 og er þessi málaflokkur eitt af flaggskipum Kópavogsbæjar.

Í bænum er að finna tvær af glæsilegustu knattspyrnuhöllum landsins, tvo gervigrasvelli, frábæra fimmleikaaðstöðu, fjöldan allan af góðum íþróttahúsum, góða frjálsíþróttaaðstöðu, tvær flottar sundlaugar, tennishöll og svo lengi mætti telja.

Framsóknarmenn hafa stutt myndarlega við uppbyggingu á Kjóvöllum, en þar rís nú aðstaða fyrir hestamenn á heimsmælikvarða, miðsvæðið á höfuðborgarsvæðinu.

Þessi aðstaða og umgjörð sem Kópavogsbær hefur skapað er vel nýtt af Íþróttafélögum bæjarins sem sinna gríðalega mikilvægu hlutverki fyrir bæinn og bæjarbúa með vönduðu og faglegu íþróttastarfi.

Það er því mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem Framsóknarflokkurinn hefur markað í Íþrótta- og tómstundamálum bæjarins og halda áfram að skapa íþróttafélögum bæjarins umgjörð og astöðu á heimsmælikvarða. Fjárfesting í íþróttum er fjárfesting í forvörnum, lífsgæðum og lýðheilsu bæjarbúa.

Sigurjón Jónsson, skipar 2.sæti hjá Framsóknarflokknum í Kópavogi.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér