Íþróttabærinn Kópavogur

Sigurjón Jónsson, 2.sæti hjá Framsókn í Kópavogi.
Sigurjón Jónsson, 2.sæti hjá Framsókn í  Kópavogi.
Sigurjón Jónsson,
2.sæti hjá Framsókn í Kópavogi.

Í Kópavogi höfum við íþróttaaðstöðu á heimsmælikvarða sem nágrannar okkar í öðrum sveitarfélögum horfa öfundaraugum til. Sú umgjörð sem bærinn hefur skapað í íþróttamálum hér í Kópavogi er til fyrirmyndar og starf íþróttafélaganna í bænum verður ekki metið til fjár.

Framsóknarflokkurinn hefur leitt uppbyggingu íþrótta- og tómstundamála hér í Kópavogi að mestu leyti frá árinu 1990 og er þessi málaflokkur eitt af flaggskipum Kópavogsbæjar.

Í bænum er að finna tvær af glæsilegustu knattspyrnuhöllum landsins, tvo gervigrasvelli, frábæra fimmleikaaðstöðu, fjöldan allan af góðum íþróttahúsum, góða frjálsíþróttaaðstöðu, tvær flottar sundlaugar, tennishöll og svo lengi mætti telja.

Framsóknarmenn hafa stutt myndarlega við uppbyggingu á Kjóvöllum, en þar rís nú aðstaða fyrir hestamenn á heimsmælikvarða, miðsvæðið á höfuðborgarsvæðinu.

Þessi aðstaða og umgjörð sem Kópavogsbær hefur skapað er vel nýtt af Íþróttafélögum bæjarins sem sinna gríðalega mikilvægu hlutverki fyrir bæinn og bæjarbúa með vönduðu og faglegu íþróttastarfi.

Það er því mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem Framsóknarflokkurinn hefur markað í Íþrótta- og tómstundamálum bæjarins og halda áfram að skapa íþróttafélögum bæjarins umgjörð og astöðu á heimsmælikvarða. Fjárfesting í íþróttum er fjárfesting í forvörnum, lífsgæðum og lýðheilsu bæjarbúa.

Sigurjón Jónsson, skipar 2.sæti hjá Framsóknarflokknum í Kópavogi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á