Íþróttabærinn Kópavogur

Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Kópavogur er mikill íþróttabær og eru fjölmörg íþróttafélög starfandi í bæjarfélaginu sem leggja grunninn að íþróttabænum Kópavogi. Auk þess að eiga frábært íþróttafólk, státum við okkur einnig af öflugu stuðningsneti sjálfboðaliða sem hafa árum og áratugum saman staðið dyggan vörð um starf íþróttafélaganna og unnið ómetanlegt starf í þeirra þágu. Kópavogsbær hefur lagt mikinn metnað í að byggja myndarleg íþróttamannvirki í bænum og er aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar. Í bænum eru tvær glæsilegar sundlaugar og fjölmörg íþróttahús, þar tvær fjölnota íþróttahallir. Bærinn hefur einnig lagt mikla áherslu á að skapa aðstöðu til hreyfingar með gerð göngustíga um gróðursæl svæði í Fossvogsdal og Kópavogsdal þaðan sem stígakerfið nær upp í Sali og Kóra og áfram upp í Guðmundarlund og Heiðmörk. En öflugur íþróttabær verður ekki til án fólksins og eigum við frábært íþróttafólk á öllum aldri í fjölmörgum íþróttagreinum og margt afreksfólk í íþróttum.

Margvíslegir möguleikar eru tengdir glæsilegum íþróttamannvirkjum bæjarins og öflugu starfi íþróttafélaganna. Íþróttamót hafa til að mynda góð áhrif á bæinn þar sem þau skapa tekjur fyrir

íþróttafélögin, ferðaþjónustuna og verslun almennt. Markaðsstofa Kópavogs hefur átt í viðræðum við fjölmörg íþróttafélög í Kópavogi um að leita leiða til að fjölga innlendum íþróttamótum og koma á fót alþjóðlegum íþróttaviðburðum sem geta eflt íþróttabæinn Kópavog jafnvel enn frekar. Vel hefur verið tekið í hugmyndir Markaðsstofu Kópavogs og víða eru félögin farin af stað með að fjölga íþróttaviðburðum og stækka viðburði sem fyrir eru. Eitt félaganna, HK, hefur hafið undirbúning og skipulagningu að alþjóðlegu handboltamóti, Cup Kópavogur, sem haldið verður í íþróttahúsinu Kórnum næsta sumar og er ætlunin að gera mótið að árlegum íþróttaviðburði í Kópavogi.

Mikill vöxtur er í íþróttaferðamennsku í heiminum í dag og er talið að vöxturinn í íþróttaferðamennsku verðir meiri en í hefðbundinni ferðamennsku á næstu árum. Kópavogur nýtur nálægðar við alþjóðlegan flugvöll og er á miðju höfuðborgarsvæðisins, með alla þá innviði sem þarf til að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði í hæsta gæðaflokki, glæsileg íþróttamannvirki, öfluga verslun og þjónustu, blómlegt mannlíf og gríðarlega reynslu og þekkingu af undirbúningi og skipulagningu íþróttaviðburða. Ísland er heitt, hingað vilja ferðamenn koma og því er lag, komum Kópavogi á kortið sem alþjóðlegi íþróttabærinn Kópavogur.

Íþróttamiðstöðin Versalir.
Íþróttamiðstöðin Versalir.
Smárinn
Smárinn
Kórinn.
Kórinn.

 Áshildur Bragadóttir,
framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn