Íþróttafélög sameinast um akstur

Íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK hafa sameinast um akstur á yngstu félögum sínum frá frístundaheimilum skólanna á íþróttaæfingar félaganna. Akstur hófst mánudaginn 3. september og verður þjónustan veitt, foreldrum að kostnaðarlausu, alla daga sem frístundarheimili eru opin í vetur. Tveir bílar verða á ferðinni með viðkomu á öllum frístundarheimilum bæjarins og íþróttasvæðum félaganna. Þjónustan er opin öllum börnum á leið í tómstundastarf á vegum félaga í Kópavogi óháð því hvort þau séu skráð á frístundarheimili.

Þessu metnaðarfulla verkefni er ætlað að auka samþættingu skóla og íþróttastarfs, stytta vinnudag yngstu grunnskólabarna, nýta íþróttamannvirkin enn betur og jafna aðgengi allra barna að heilbrigðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Auk þess sem þjónusta við foreldra mun aukast verulega mun umhverfismengun og sóun minnka með minna skutli á æfingar.

Síðustu ár hafa félögin hvert í sínu lagi og hvert með sínu sniði verið að veita þessum hópi akstursþjónustu, með mikilli fyrirhöfn og kostnaði. Félögin hafa nú, með aðstoð frá Markaðsstofu Kópavogs, sameinast um aksturinn með það að markmiði að veita enn betri þjónustu. Kópavogsbær mun styðja verkefnið en Teitur Jónasson sem einnig sér um skólaakstur fyrir Kópavogsbæ mun sjá um aksturinn.

Bæjarlína 1
Ferð 1 Ferð 2 Ferð 3 Ferð 4
Fagrilundur 13:15 14:00 14:45 15:30
Skálaheiði 13:19 14:04 14:49 15:34
Kópavogsskóli 13:24 14:09 14:54 15:39
Kársnesskóli Vallargerði 13:27 14:12 14:57 15:42
Smárinn 13:35 14:20 15:05 15:50
Fífuhvammsvegur við Lindaskóla 13:40 14:25 15:10 15:55
Salaskóli 13:43 14:28 15:13 15:58
Kórinn 13:48 14:33 15:18 16:03
Strætóskýli við Vatnsendaskóla 13:52 14:37 15:22 16:07
Vatnsendaskóli 13:54 14:39 15:24 16:09
Bæjarlína 2
Ferð 1 Ferð 2 Ferð 3 Ferð 4
Vatnsendaskóli 13:15 14:00 14:45 15:30
Strætóskýli við Vatnsendaskóla 13:17 14:02 14:47 15:32
Kórinn 13:21 14:06 14:51 15:36
Salaskóli 13:26 14:11 14:56 15:41
Fífuhvammsvegur við Lindaskóla 13:29 14:14 14:59 15:44
Smárinn 13:34 14:19 15:04 15:49
Kársnesskóli Vallargerði 13:42 14:27 15:12 15:57
Kópavogsskóli 13:45 14:30 15:15 16:00
Skálaheiði 13:50 14:35 15:20 16:05
Fagrilundur 13:54 14:39 15:24 16:09?

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð