Íþróttafélög sameinast um akstur

Íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK hafa sameinast um akstur á yngstu félögum sínum frá frístundaheimilum skólanna á íþróttaæfingar félaganna. Akstur hófst mánudaginn 3. september og verður þjónustan veitt, foreldrum að kostnaðarlausu, alla daga sem frístundarheimili eru opin í vetur. Tveir bílar verða á ferðinni með viðkomu á öllum frístundarheimilum bæjarins og íþróttasvæðum félaganna. Þjónustan er opin öllum börnum á leið í tómstundastarf á vegum félaga í Kópavogi óháð því hvort þau séu skráð á frístundarheimili.

Þessu metnaðarfulla verkefni er ætlað að auka samþættingu skóla og íþróttastarfs, stytta vinnudag yngstu grunnskólabarna, nýta íþróttamannvirkin enn betur og jafna aðgengi allra barna að heilbrigðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Auk þess sem þjónusta við foreldra mun aukast verulega mun umhverfismengun og sóun minnka með minna skutli á æfingar.

Síðustu ár hafa félögin hvert í sínu lagi og hvert með sínu sniði verið að veita þessum hópi akstursþjónustu, með mikilli fyrirhöfn og kostnaði. Félögin hafa nú, með aðstoð frá Markaðsstofu Kópavogs, sameinast um aksturinn með það að markmiði að veita enn betri þjónustu. Kópavogsbær mun styðja verkefnið en Teitur Jónasson sem einnig sér um skólaakstur fyrir Kópavogsbæ mun sjá um aksturinn.

Bæjarlína 1
Ferð 1 Ferð 2 Ferð 3 Ferð 4
Fagrilundur 13:15 14:00 14:45 15:30
Skálaheiði 13:19 14:04 14:49 15:34
Kópavogsskóli 13:24 14:09 14:54 15:39
Kársnesskóli Vallargerði 13:27 14:12 14:57 15:42
Smárinn 13:35 14:20 15:05 15:50
Fífuhvammsvegur við Lindaskóla 13:40 14:25 15:10 15:55
Salaskóli 13:43 14:28 15:13 15:58
Kórinn 13:48 14:33 15:18 16:03
Strætóskýli við Vatnsendaskóla 13:52 14:37 15:22 16:07
Vatnsendaskóli 13:54 14:39 15:24 16:09
Bæjarlína 2
Ferð 1 Ferð 2 Ferð 3 Ferð 4
Vatnsendaskóli 13:15 14:00 14:45 15:30
Strætóskýli við Vatnsendaskóla 13:17 14:02 14:47 15:32
Kórinn 13:21 14:06 14:51 15:36
Salaskóli 13:26 14:11 14:56 15:41
Fífuhvammsvegur við Lindaskóla 13:29 14:14 14:59 15:44
Smárinn 13:34 14:19 15:04 15:49
Kársnesskóli Vallargerði 13:42 14:27 15:12 15:57
Kópavogsskóli 13:45 14:30 15:15 16:00
Skálaheiði 13:50 14:35 15:20 16:05
Fagrilundur 13:54 14:39 15:24 16:09?

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar