Íþróttafélög sameinast um akstur

Íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK hafa sameinast um akstur á yngstu félögum sínum frá frístundaheimilum skólanna á íþróttaæfingar félaganna. Akstur hófst mánudaginn 3. september og verður þjónustan veitt, foreldrum að kostnaðarlausu, alla daga sem frístundarheimili eru opin í vetur. Tveir bílar verða á ferðinni með viðkomu á öllum frístundarheimilum bæjarins og íþróttasvæðum félaganna. Þjónustan er opin öllum börnum á leið í tómstundastarf á vegum félaga í Kópavogi óháð því hvort þau séu skráð á frístundarheimili.

Þessu metnaðarfulla verkefni er ætlað að auka samþættingu skóla og íþróttastarfs, stytta vinnudag yngstu grunnskólabarna, nýta íþróttamannvirkin enn betur og jafna aðgengi allra barna að heilbrigðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Auk þess sem þjónusta við foreldra mun aukast verulega mun umhverfismengun og sóun minnka með minna skutli á æfingar.

Síðustu ár hafa félögin hvert í sínu lagi og hvert með sínu sniði verið að veita þessum hópi akstursþjónustu, með mikilli fyrirhöfn og kostnaði. Félögin hafa nú, með aðstoð frá Markaðsstofu Kópavogs, sameinast um aksturinn með það að markmiði að veita enn betri þjónustu. Kópavogsbær mun styðja verkefnið en Teitur Jónasson sem einnig sér um skólaakstur fyrir Kópavogsbæ mun sjá um aksturinn.

Bæjarlína 1
Ferð 1 Ferð 2 Ferð 3 Ferð 4
Fagrilundur 13:15 14:00 14:45 15:30
Skálaheiði 13:19 14:04 14:49 15:34
Kópavogsskóli 13:24 14:09 14:54 15:39
Kársnesskóli Vallargerði 13:27 14:12 14:57 15:42
Smárinn 13:35 14:20 15:05 15:50
Fífuhvammsvegur við Lindaskóla 13:40 14:25 15:10 15:55
Salaskóli 13:43 14:28 15:13 15:58
Kórinn 13:48 14:33 15:18 16:03
Strætóskýli við Vatnsendaskóla 13:52 14:37 15:22 16:07
Vatnsendaskóli 13:54 14:39 15:24 16:09
Bæjarlína 2
Ferð 1 Ferð 2 Ferð 3 Ferð 4
Vatnsendaskóli 13:15 14:00 14:45 15:30
Strætóskýli við Vatnsendaskóla 13:17 14:02 14:47 15:32
Kórinn 13:21 14:06 14:51 15:36
Salaskóli 13:26 14:11 14:56 15:41
Fífuhvammsvegur við Lindaskóla 13:29 14:14 14:59 15:44
Smárinn 13:34 14:19 15:04 15:49
Kársnesskóli Vallargerði 13:42 14:27 15:12 15:57
Kópavogsskóli 13:45 14:30 15:15 16:00
Skálaheiði 13:50 14:35 15:20 16:05
Fagrilundur 13:54 14:39 15:24 16:09?

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,