Íþróttavagn HK aftur í gang.

Skólastarf er að fara aftur í gang í bænum og þá byrjar skutlið með börnin fram og til baka út um allar trissur. Íþróttavagn HK ætti að létta undir skutlið en hann byrjar aftur að ganga á mánudaginn .

Áætlun íþróttavagns HK fyrir næsta vetur.
Áætlun íþróttavagns HK fyrir næsta vetur.

HK er með þrjár starfsstöðvar víðsvegar um bæinn, í Fagralundi, Digranesi og Kórnum.

Í tilkynningu frá HK segir að til að gera sem flestum kleift að stunda sína íþrótt hjá félaginu óháð búsetu mun HK reka íþróttavagn samhliða skólaárinu. Fimm ferðir verða farnar á dag alla virka daga.

Farið verður frá Fagralundi (Dægrardvöl Snælandsskóla) upp í Kór og til baka með viðkomu í dægradvöl Álfhólsskóla og Vatnsendaskóla, einnig stoppar vagninn á tveimur stöðum við Fífuhvammsveg, við Lindaveg og Versali.

HK íþróttarútan tekur skutlið.
HK íþróttarútan tekur skutlið.

Fyrsta ferð frá Fagralundi/Snælandsskóla verður kl. 13.25 og sú síðasta kl. 17.32. Í fyrstu ferðum dagsins verður starfsmaður HK í vagninum til að aðstoða yngstu börnin.

Gert er ráð fyrir því að foreldrar barna í dægradvöl tilkynni starfsmönnum dægradvalar á hvaða tíma barnið á að vera tilbúið til að fara með Íþróttavagninum á æfingu.

Gert er ráð fyrir að þegar vagninn kemur verði hópurinnn tilbúinn til að fara á æfingu.

Tímaáætlun gerir ekki ráð fyrir langri bið eftir einstaka börnum á hverjum stað.

Börnum úr Álfhólsskóla og Snælandsskóla verður ekið til baka að skólalóð sinna skóla eftir æfingar í Kórnum.

Börnum úr Vatnsendaskóla verður ekki ekið til baka þangað. Gert er ráð fyrir að þau geti annaðhvort farið sjálf eða foreldrar sækja þau í Kórinn.

Börnum úr Hörðuvallaskóla verður fylgt yfir í Kórinn þegar það á við.

Búið er að gera ráð fyrir að þau börn sem ljúka æfingum í knattspyrnu klukkan 15:00 og verða sótt geti leikið sér sjálf í fótbolta á tilteknu svæði vallarins (inni í Kórnum) á meðan þau bíða.

Íþróttavagn HK.

www.hk.is

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar