Íþróttavagn HK aftur í gang.

Skólastarf er að fara aftur í gang í bænum og þá byrjar skutlið með börnin fram og til baka út um allar trissur. Íþróttavagn HK ætti að létta undir skutlið en hann byrjar aftur að ganga á mánudaginn .

Áætlun íþróttavagns HK fyrir næsta vetur.
Áætlun íþróttavagns HK fyrir næsta vetur.

HK er með þrjár starfsstöðvar víðsvegar um bæinn, í Fagralundi, Digranesi og Kórnum.

Í tilkynningu frá HK segir að til að gera sem flestum kleift að stunda sína íþrótt hjá félaginu óháð búsetu mun HK reka íþróttavagn samhliða skólaárinu. Fimm ferðir verða farnar á dag alla virka daga.

Farið verður frá Fagralundi (Dægrardvöl Snælandsskóla) upp í Kór og til baka með viðkomu í dægradvöl Álfhólsskóla og Vatnsendaskóla, einnig stoppar vagninn á tveimur stöðum við Fífuhvammsveg, við Lindaveg og Versali.

HK íþróttarútan tekur skutlið.
HK íþróttarútan tekur skutlið.

Fyrsta ferð frá Fagralundi/Snælandsskóla verður kl. 13.25 og sú síðasta kl. 17.32. Í fyrstu ferðum dagsins verður starfsmaður HK í vagninum til að aðstoða yngstu börnin.

Gert er ráð fyrir því að foreldrar barna í dægradvöl tilkynni starfsmönnum dægradvalar á hvaða tíma barnið á að vera tilbúið til að fara með Íþróttavagninum á æfingu.

Gert er ráð fyrir að þegar vagninn kemur verði hópurinnn tilbúinn til að fara á æfingu.

Tímaáætlun gerir ekki ráð fyrir langri bið eftir einstaka börnum á hverjum stað.

Börnum úr Álfhólsskóla og Snælandsskóla verður ekið til baka að skólalóð sinna skóla eftir æfingar í Kórnum.

Börnum úr Vatnsendaskóla verður ekki ekið til baka þangað. Gert er ráð fyrir að þau geti annaðhvort farið sjálf eða foreldrar sækja þau í Kórinn.

Börnum úr Hörðuvallaskóla verður fylgt yfir í Kórinn þegar það á við.

Búið er að gera ráð fyrir að þau börn sem ljúka æfingum í knattspyrnu klukkan 15:00 og verða sótt geti leikið sér sjálf í fótbolta á tilteknu svæði vallarins (inni í Kórnum) á meðan þau bíða.

Íþróttavagn HK.

www.hk.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að