Íþróttir fyrir alla í Kópavogi

Margrét Friðriksdóttir.
Margrét Friðriksdóttir.

Í Kópavogi eru glæsileg íþróttamannvirki og íþróttafélögin okkar eru í fremstu röð. Þar er unnið gríðarlega gott starf stjórnenda, þjálfara og ekki síst foreldra. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Kópavogur státar af afreksfólki í flestum greinum íþrótta sem  eru fyrirmyndir unga fólksins. Hugmyndin að baki þessu er að búa æskuna okkar sem best undir lífið og tilveruna. Ungt fólk sem ekki stundar hreyfingu er frekar í áhættuhópi fyrir líkamlega og andlega kvilla og neyslu vímuefna en íþróttaiðkun fylgja miklar forvarnir. Fjölbreytni í íþróttum þarf að vera þannig að sem flest börn og unglingar finni eitthvað við sitt hæfi.  Í starfi mínu í Menntaskólanum í Kópavogi sé ég að það eru glögg tengsl á milli námsárangurs og íþróttaiðkunar.

Eldri borgarar þurfa sömuleiðis að eiga kost á heilsusamlegri hreyfingu við hæfi. Regluleg hreyfing hægir á áhrifum og einkennum öldrunar, veitir andlegan og líkamlegan styrk til þess að takast á við dagleg verkefni og eykur þar með lífsgæði.

Að þessu vil ég vinna og leggja áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðu íþróttafélaganna og efla stuðning við öll íþróttafélög í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér