Íþróttir fyrir alla í Kópavogi

Margrét Friðriksdóttir.
Margrét Friðriksdóttir.

Í Kópavogi eru glæsileg íþróttamannvirki og íþróttafélögin okkar eru í fremstu röð. Þar er unnið gríðarlega gott starf stjórnenda, þjálfara og ekki síst foreldra. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Kópavogur státar af afreksfólki í flestum greinum íþrótta sem  eru fyrirmyndir unga fólksins. Hugmyndin að baki þessu er að búa æskuna okkar sem best undir lífið og tilveruna. Ungt fólk sem ekki stundar hreyfingu er frekar í áhættuhópi fyrir líkamlega og andlega kvilla og neyslu vímuefna en íþróttaiðkun fylgja miklar forvarnir. Fjölbreytni í íþróttum þarf að vera þannig að sem flest börn og unglingar finni eitthvað við sitt hæfi.  Í starfi mínu í Menntaskólanum í Kópavogi sé ég að það eru glögg tengsl á milli námsárangurs og íþróttaiðkunar.

Eldri borgarar þurfa sömuleiðis að eiga kost á heilsusamlegri hreyfingu við hæfi. Regluleg hreyfing hægir á áhrifum og einkennum öldrunar, veitir andlegan og líkamlegan styrk til þess að takast á við dagleg verkefni og eykur þar með lífsgæði.

Að þessu vil ég vinna og leggja áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðu íþróttafélaganna og efla stuðning við öll íþróttafélög í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar