Íþróttir fyrir alla í Kópavogi

Margrét Friðriksdóttir.
Margrét Friðriksdóttir.

Í Kópavogi eru glæsileg íþróttamannvirki og íþróttafélögin okkar eru í fremstu röð. Þar er unnið gríðarlega gott starf stjórnenda, þjálfara og ekki síst foreldra. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Kópavogur státar af afreksfólki í flestum greinum íþrótta sem  eru fyrirmyndir unga fólksins. Hugmyndin að baki þessu er að búa æskuna okkar sem best undir lífið og tilveruna. Ungt fólk sem ekki stundar hreyfingu er frekar í áhættuhópi fyrir líkamlega og andlega kvilla og neyslu vímuefna en íþróttaiðkun fylgja miklar forvarnir. Fjölbreytni í íþróttum þarf að vera þannig að sem flest börn og unglingar finni eitthvað við sitt hæfi.  Í starfi mínu í Menntaskólanum í Kópavogi sé ég að það eru glögg tengsl á milli námsárangurs og íþróttaiðkunar.

Eldri borgarar þurfa sömuleiðis að eiga kost á heilsusamlegri hreyfingu við hæfi. Regluleg hreyfing hægir á áhrifum og einkennum öldrunar, veitir andlegan og líkamlegan styrk til þess að takast á við dagleg verkefni og eykur þar með lífsgæði.

Að þessu vil ég vinna og leggja áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðu íþróttafélaganna og efla stuðning við öll íþróttafélög í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

1515030_10202047574684548_1435328287_n
Margrét Friðriksdóttir, forseti  Bæjarstjórnar Kópavogs og formaður Skólanefndar Kópavogs
Kópavogur
Unknown-7
strengir
Götuleikhús Kópavogs
Kópavogur
Hjordis
Þríhnúkagígur.