Íþróttir helgarinnar: Tryggvi í HK.

Tryggvi Guðmundsson (mynd frá ksi.is)
Tryggvi Guðmundsson (mynd frá ksi.is)
Hart barist í síðasta leik HK gegn Hetti. mynd: hk.is
Hart barist í síðasta leik HK gegn Hetti. mynd: hk.is

Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta frá upphafi, er á leið í 2. deildina þar sem hann verður spilandi aðstoðarþjálfari Gunnlaugs Jónssonar hjá HK, að því er fram kemur á mbl.is

Tryggvi var síðast í herbúðum Fylkis en yfirgaf félagið fyrr í mánuðinum. Hann hefur áður spilað með ÍBV, KR og FH hér heima auk þess sem hann átti farsælan feril sem atvinnumaður.

HK hefur vægast sagt ekki riðið feitum hesti undanfarið í fyrstu umferðum Íslandsmóts 2. deildar í knattspyrnu karla. 2-2 jafntefli í síðasta leik gegn Hetti á heimavelli voru vægast sagt svekkjandi. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með 21. stig, aðeins þremur stigum frá efstu liðum sem eru Afturelding og KV. Það er þéttur pakki í efri hlutanum því Breiðhyltingarnir úr ÍR eru aðeins stigi á eftir HK. Það verður því um grjótharðan toppslag að ræða þegar HK mætir ÍR á útivelli í Breiðholtinu á fimmtudagskvöldið næst komandi klukkan 20:00. Sigur í þeim leik þýðir að annað hvort liðir gerir alvöru tilkall til að komast upp um deild í lok tímabils.

Sigurför 4. flokks kvenna

4. flokkur kvenna hjá HK hélt norður yfir heiðar til að taka þátt í hraðmóti hjá Þór á Akureyri í vikunni. Mótið fór prýðilega fram og sígandi lukka vann með liðinu.

Kvennalið 4. flokks HK gerði góða ferð norður yfir heiðar í vikunni.
Kvennalið 4. flokks HK gerði góða ferð norður yfir heiðar í vikunni.

Lagt var upp með að allir leikmenn fengju ámóta tíma á vellinum þannig að álagi var dreift á leikmenn auk þess sem ekki var við það miðað að stilla upp sterkasta liði í hverjum leik heldur hitt að allir fengju sem mest út úr. Úrslit leikja báru þessa nokkur merki til að byrja með skellir í fyrstu leikjunujm en eftir því sem leið á mótið náði liðið betur saman og sinn besta leik lék liðið gegn heimamönnum í Þór í síðasta leiknum í riðlinum 4-0 og vann góðan sigur. Síðasti leikurinn var síðan við liðið sem varð efst í B styrkleikaflokki og þar vann HK öruggan sigur þó svo tölurnar gæfu annað til kynna en leikið var við lið Fjarðabyggðar og lauk leik með 3-2 sigri HK.

Alltaf gaman að enda mót á sigri og glaðbeittir leikmenn HK tóku við bikar í mótslok.

 

 

Blikar í 4. sæti eftir sigur gegn Þór.

Blikar fagna marki gegn Þór. Mynd: fotbolti.net. Sævar Geir Sigurjónsson.
Blikar fagna marki gegn Þór. Mynd: fotbolti.net. Sævar Geir Sigurjónsson.

Sterk liðsheild hjá Blikum lagði Þórsara í Pepsí deildinni um helgina. Þórsarar voru ef til vill meira með boltann í heildina en það voru hins vegar Blikar sem fóru með sigur af hólmi, lokatölur 1:2. Mörk Blikanna gerðu þeir Renee Troost og Árni Vilhjálmsson með stuttu millibili í fyrri hálfleik en Chukwudi Chijindu minnkaði muninn fyrir Þór þegar um korter var til leiksloka. Blikar eru nú í 4. sæti með 23 stig eftir 11 leiki og eru farnir að anda ofan í hálsmálið á liðunum fyrir ofan sem flest hafa verið að tapa stigum. Skyndilega er allt komið í hnapp  á toppi deildarinnar þar sem Blikar ætla sér að vera í mótslok.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð