Íþróttir helgarinnar: Tryggvi í HK.

Tryggvi Guðmundsson (mynd frá ksi.is)
Tryggvi Guðmundsson (mynd frá ksi.is)
Hart barist í síðasta leik HK gegn Hetti. mynd: hk.is
Hart barist í síðasta leik HK gegn Hetti. mynd: hk.is

Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar karla í fótbolta frá upphafi, er á leið í 2. deildina þar sem hann verður spilandi aðstoðarþjálfari Gunnlaugs Jónssonar hjá HK, að því er fram kemur á mbl.is

Tryggvi var síðast í herbúðum Fylkis en yfirgaf félagið fyrr í mánuðinum. Hann hefur áður spilað með ÍBV, KR og FH hér heima auk þess sem hann átti farsælan feril sem atvinnumaður.

HK hefur vægast sagt ekki riðið feitum hesti undanfarið í fyrstu umferðum Íslandsmóts 2. deildar í knattspyrnu karla. 2-2 jafntefli í síðasta leik gegn Hetti á heimavelli voru vægast sagt svekkjandi. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með 21. stig, aðeins þremur stigum frá efstu liðum sem eru Afturelding og KV. Það er þéttur pakki í efri hlutanum því Breiðhyltingarnir úr ÍR eru aðeins stigi á eftir HK. Það verður því um grjótharðan toppslag að ræða þegar HK mætir ÍR á útivelli í Breiðholtinu á fimmtudagskvöldið næst komandi klukkan 20:00. Sigur í þeim leik þýðir að annað hvort liðir gerir alvöru tilkall til að komast upp um deild í lok tímabils.

Sigurför 4. flokks kvenna

4. flokkur kvenna hjá HK hélt norður yfir heiðar til að taka þátt í hraðmóti hjá Þór á Akureyri í vikunni. Mótið fór prýðilega fram og sígandi lukka vann með liðinu.

Kvennalið 4. flokks HK gerði góða ferð norður yfir heiðar í vikunni.
Kvennalið 4. flokks HK gerði góða ferð norður yfir heiðar í vikunni.

Lagt var upp með að allir leikmenn fengju ámóta tíma á vellinum þannig að álagi var dreift á leikmenn auk þess sem ekki var við það miðað að stilla upp sterkasta liði í hverjum leik heldur hitt að allir fengju sem mest út úr. Úrslit leikja báru þessa nokkur merki til að byrja með skellir í fyrstu leikjunujm en eftir því sem leið á mótið náði liðið betur saman og sinn besta leik lék liðið gegn heimamönnum í Þór í síðasta leiknum í riðlinum 4-0 og vann góðan sigur. Síðasti leikurinn var síðan við liðið sem varð efst í B styrkleikaflokki og þar vann HK öruggan sigur þó svo tölurnar gæfu annað til kynna en leikið var við lið Fjarðabyggðar og lauk leik með 3-2 sigri HK.

Alltaf gaman að enda mót á sigri og glaðbeittir leikmenn HK tóku við bikar í mótslok.

 

 

Blikar í 4. sæti eftir sigur gegn Þór.

Blikar fagna marki gegn Þór. Mynd: fotbolti.net. Sævar Geir Sigurjónsson.
Blikar fagna marki gegn Þór. Mynd: fotbolti.net. Sævar Geir Sigurjónsson.

Sterk liðsheild hjá Blikum lagði Þórsara í Pepsí deildinni um helgina. Þórsarar voru ef til vill meira með boltann í heildina en það voru hins vegar Blikar sem fóru með sigur af hólmi, lokatölur 1:2. Mörk Blikanna gerðu þeir Renee Troost og Árni Vilhjálmsson með stuttu millibili í fyrri hálfleik en Chukwudi Chijindu minnkaði muninn fyrir Þór þegar um korter var til leiksloka. Blikar eru nú í 4. sæti með 23 stig eftir 11 leiki og eru farnir að anda ofan í hálsmálið á liðunum fyrir ofan sem flest hafa verið að tapa stigum. Skyndilega er allt komið í hnapp  á toppi deildarinnar þar sem Blikar ætla sér að vera í mótslok.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn