Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogsbæjar samþykkt

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum í gær, 28. apríl, jafnréttis- og mannréttindastefnu fyrir bæinn sem gilda skal til ársins 2018. Stefnan nær til allra þátta í starfsemi bæjarins, bæinn sem vinnustað og þjónustuaðila. Þetta er í fyrsta sinn sem bærinn setur sér mannréttindastefnu en fjórða sinn sem sett er stefna í jafnréttismálum.

Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs er byggð á jafnræðisreglunni og miðar að því að allir fái notið mannréttinda án tillits til kyns, uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Kópavogsbær hefur jafnræði bæjarbúa og mannréttindi að leiðarljósi í öllu starfi og hefur einsett sér að vera í fararbroddi í mannréttindamálum með sérstakri áherslu á jafna stöðu kynjanna.

Stefnunni verður fylgt eftir með framkvæmdaáætlun sem taka mun til starfsemi og þjónustu bæjarins.

„Það er ánægjulegt að kynna til sögunnar nýja jafnréttis- og mannréttindastefnu hjá Kópavogsbæ á þessu afmælisári kosningaréttar kvenna og 60 ára afmæli Kópavogsbæjar. Í bænum hefur verið verðskulduð áhersla á jafnréttismál síðan bærinn setti  á laggirnar jafnéttisnefnd, fyrst sveitarfélaga, fyrir 40 árum síðan,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs sem kynnti stefnuna á bæjarstjórnarfundi í gær.

Afmælismálþing

Til þess að kynna stefnuna og fagna þeim áfanga að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarrétt ætlar jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs að efna til afmælismálþings í Salnum í Kópavogi þann 6. maí frá kl. 13 til 16:30.  Málþingið er öllum opið.

„Jafnræði á meðal íbúanna er leiðarljós í þeirri vinnu sem framundan er og stefnir jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs að því að eiga gott samtal og samráð, bæði við veitendur þjónustu í bæjarfélaginu sem og bæjarbúa,“ segir Ragnheiður Bóasdóttir formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs sem  kynna mun nýsamþykkta jafnréttis- og mannréttindastefnu fyrir gestum málþingsins.

Við sama tækifæri mun Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri opna sögusýningu í anddyri Salarins. Þá munu þau Hjálmar Gunnar Sigmarsson, frá Stígamótum, Auður Magndís Auðardóttir félags- og kynjafræðingur, Sabine Leskopf og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra vera með erindi. Þau munu síðan ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur taka þátt í pallborðsumræðum sem stjórnað verður af Þóru Arnórsdóttur fréttakonu.  Theodóra Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs mun síðan slíta málþinginu kl. 16.15.  Boðið verður upp á veitingar í hléi og tónlistaratriði frá Skólahljómsveit Kópavogs og Kvennakór HÍ.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér