Jákvæðar horfur í Kópavogi

Lánshæfi Kópavogs helst óbreytt í mati Reitunar en horfur uppfærast úr stöðugum í jákvæðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Reitun spáir hækkun á lánshæfismati í kjölfar ársuppgjörs bæjarfélagsins, ef ekkert óvænt kemur fram.

Í matinu segir að breytingin í horfunum sé tilkomin vegna vísbendinga um áframhaldandi styrkingu efnahags sveitarfélagsins, góðrar arðsemi, eftirspurnar eftir lóðum og jákvæðum horfum í efnahagsmálum.

„Það eru góðar fréttir fyrir bæjarbúa að horfur séu góðar í lánshæfi bæjarins og að það stefni í að lánshæfismatið hækki. Betra lánshæfismat skilar sér í betri vaxtakjörum og lægri útgjöldum fyrir bæinn, það njóta allir góðs af því. Undanfarin ár hefur lánshæfismatið hækkað sem er afrakstur ábyrgra fjárhagsáætlana sem hefur verið fylgt vel eftir,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.

Bent er á að þrátt fyrir jákvæðar horfur þá þurfti sveitarfélagið áfram að gæta aðhalds í kostnaði og fjárfestingum þannig að skuldahlutfall bæjarins haldi áfram að lækka.

Lánshæfi Kópavogs er nú iA2 en það hækkaði um tvo flokka á síðasta ári, í i.A2 úr i.BBB1.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Arnþór Sigurðsson
Tedda
Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs.
ArmannMarri
symposium-16-1005109
Ólafur Þór Gunnarsson
arnar
Matstöðin
Gunnarsholmi_svaedid_1[78]