Molinn er Ungmenna- og menningarhús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, þar sem þeim gefst færi á að vinna að skapandi hugmyndum og verkefnum.
Á þriðjudögum eru opnar leiklotur (Jam Session) í Molanum. Þá er hægt að grípa í gítara, bassa, trommur, ukulele og fleiri hjóðfæri. Svo má auðvitað þenja raddböndin. Allir eru velkomnir í Molann til að prófa. Nánari upplýsingar á molinn.is