Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við Jerry Lewis Hollis um að leika með liðinu á komandi tímabili.
Jerry er 197 cm hár Bandaríkjamaður sem lék með Hamri í Hveragerði við góðan orðstýr á síðasta tímabili. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum og skoraði rúm 23 stig og tók yfir 12 fráköst. Þar áður lék hann fyrir Johnson C. Smith háskólann í NCAA2 deildinni í Bandaríkjunum.
Jerry mun án efa styrkja Breiðablik í toppbaráttunni í 1. deildinni í vetur. Hér má sjá brot af tilþrifum hans á síðasta keppnistímabili.