Jóhann Ísberg býður sig fram í 2-4. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Jóhann Ísberg
Jóhann Ísberg

Jóhann Ísberg býður sig fram í 2-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 8. febrúar næst komandi. Áherslumál hans eru skipulagsmál og öflug uppbygging Kópavogs á komandi árum.

„Það þarf að haga sérstaklega að húsnæði sem hentar ungu fólki og bregðast við neyðarástandi í félagslega húsnæðiskerfinu. Einnig þarf að taka á málefnum eldri borgara af festu. Verkefni í skólamálum eru ærin þar sem þörf er á aukinni samvinnu og meira sjálfræði skólastjórnenda. Tryggja þarf betur jafnræði íþróttafélaga og efla æskulýðs- og íþróttastarf. Loks má nefna eflingu menningar, fegrun bæjarins og bæjarbrag sem sæmir miðju höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jóhann í yfirlýsingu.

Jóhann hefur verið varabæjarfulltrúi á síðasta kjörtímabili og setið í skipulagsnefnd Kópavogs. Jóhann var formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs 2005-2011, í stjórn fulltrúaráðs síðan 2006, hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins síðan 2011 auk margra annarra trúnaðarstarfa.

Jóhann hefur margsháttar starfsreynslu, hóf atvinnurekstur 18 ára samhliða mennta- og háskólanámi og hefur starfað við ýmislegt, allt frá sjómennsku að framhaldsskólakennslu. Síðastliðna tvo áratugi hefur hann starfað sjálfstætt að ferðamálum,  ljósmyndun, útgáfu og netkerfum fyrir ljósmyndasöfn. Eftir hann liggja nokkrar ljósmynda- og tónlistarbækur auk aðkomu að verkum annarra. Jóhann á mjög stórt, ítarlegt ljósmyndasafn alls staðar af Íslandi sem hann hefur tekið á undanförnum áratugum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar