Jóhannes Jónasson, „Jói á hjólinu“, fær heiðursverðlaun

Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs efndu nýverið til kaffidrykkju og piparkökuáts í tilefni aðventunnar. Viðburðurinn var vel sóttur eins og flestir viðburðir sem Sögufélagið stendur að en milli 80 og 90 manns mættu.

Tveimur dögum fyrr hafði Þorkell Guðnason samband við formann félagsins og sagði honum að hann hafi séð mynd á Facebook af Jóhannesi Jónassyni, betur þekktur sem „Jói á hjólinu“ þar sem glöggt mátti sjá að á hjóli Jóa var númerið:  „Í – 137“.  Þetta þótti Kela ekki gott og bað um stuðning Sögufélagsins við að útvega gott „Y“ númer handa Jóa.

Myndin sem birtist á Facebook af Jóhannesi Jónassyni, „Jóa á hjólinu“. Mynd: Orri Ragnar Árnason Amin.

Hjónin Erla og Siggi í Ísastál útbjuggu númeraplötuna Y-1942 en það er fæðingarár Jóa. Einnig var gerður minningapeningur með áletrun og mynd af hjólreiðamanni.

Frímann Ingi Helgason flutti stutt ávarp af þessu tilefni og Þorkell Guðnason sagði frá hvernig þessi hugmynd varð til. Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, afhenti Jóa glæsilegt heiðursskjal og minningapeninginn.  

Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem „Jói á hjólinu.“ Mynd: Orri Ragnar Árnason Amin.

Að þessu loknu var gengið til auglýstrar dagskrár. Fyrst las Hrafn A. Harðarson nokkur bráðskemmtileg ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni: „Þar býr enginn“.

Þá sýndi Marteinn Sigurgeirsson einstaklega fróðlegt og skemmtilegt viðtal sem hann tók við Þórð Guðnason, vélvirkja og rennismið, en Þórður starfrækti vélsmiðju við Álfhólsveg 22.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Okkar Kópavogur
Kako með kristjáni Jóhannessyni í Hörpu 07.12.2014
Sigurbjorg
Hopmynd
okkarkopavogur_mynd
103
Syslumadur
Breidablik_2018_Svana_3ja_England
gymheilsa_logo