Jóhannes Jónasson, „Jói á hjólinu“, fær heiðursverðlaun

Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs efndu nýverið til kaffidrykkju og piparkökuáts í tilefni aðventunnar. Viðburðurinn var vel sóttur eins og flestir viðburðir sem Sögufélagið stendur að en milli 80 og 90 manns mættu.

Tveimur dögum fyrr hafði Þorkell Guðnason samband við formann félagsins og sagði honum að hann hafi séð mynd á Facebook af Jóhannesi Jónassyni, betur þekktur sem „Jói á hjólinu“ þar sem glöggt mátti sjá að á hjóli Jóa var númerið:  „Í – 137“.  Þetta þótti Kela ekki gott og bað um stuðning Sögufélagsins við að útvega gott „Y“ númer handa Jóa.

Myndin sem birtist á Facebook af Jóhannesi Jónassyni, „Jóa á hjólinu“. Mynd: Orri Ragnar Árnason Amin.

Hjónin Erla og Siggi í Ísastál útbjuggu númeraplötuna Y-1942 en það er fæðingarár Jóa. Einnig var gerður minningapeningur með áletrun og mynd af hjólreiðamanni.

Frímann Ingi Helgason flutti stutt ávarp af þessu tilefni og Þorkell Guðnason sagði frá hvernig þessi hugmynd varð til. Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, afhenti Jóa glæsilegt heiðursskjal og minningapeninginn.  

Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem „Jói á hjólinu.“ Mynd: Orri Ragnar Árnason Amin.

Að þessu loknu var gengið til auglýstrar dagskrár. Fyrst las Hrafn A. Harðarson nokkur bráðskemmtileg ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni: „Þar býr enginn“.

Þá sýndi Marteinn Sigurgeirsson einstaklega fróðlegt og skemmtilegt viðtal sem hann tók við Þórð Guðnason, vélvirkja og rennismið, en Þórður starfrækti vélsmiðju við Álfhólsveg 22.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar