Jóhannes Jónasson, „Jói á hjólinu“, fær heiðursverðlaun

Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs efndu nýverið til kaffidrykkju og piparkökuáts í tilefni aðventunnar. Viðburðurinn var vel sóttur eins og flestir viðburðir sem Sögufélagið stendur að en milli 80 og 90 manns mættu.

Tveimur dögum fyrr hafði Þorkell Guðnason samband við formann félagsins og sagði honum að hann hafi séð mynd á Facebook af Jóhannesi Jónassyni, betur þekktur sem „Jói á hjólinu“ þar sem glöggt mátti sjá að á hjóli Jóa var númerið:  „Í – 137“.  Þetta þótti Kela ekki gott og bað um stuðning Sögufélagsins við að útvega gott „Y“ númer handa Jóa.

Myndin sem birtist á Facebook af Jóhannesi Jónassyni, „Jóa á hjólinu“. Mynd: Orri Ragnar Árnason Amin.

Hjónin Erla og Siggi í Ísastál útbjuggu númeraplötuna Y-1942 en það er fæðingarár Jóa. Einnig var gerður minningapeningur með áletrun og mynd af hjólreiðamanni.

Frímann Ingi Helgason flutti stutt ávarp af þessu tilefni og Þorkell Guðnason sagði frá hvernig þessi hugmynd varð til. Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, afhenti Jóa glæsilegt heiðursskjal og minningapeninginn.  

Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem „Jói á hjólinu.“ Mynd: Orri Ragnar Árnason Amin.

Að þessu loknu var gengið til auglýstrar dagskrár. Fyrst las Hrafn A. Harðarson nokkur bráðskemmtileg ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni: „Þar býr enginn“.

Þá sýndi Marteinn Sigurgeirsson einstaklega fróðlegt og skemmtilegt viðtal sem hann tók við Þórð Guðnason, vélvirkja og rennismið, en Þórður starfrækti vélsmiðju við Álfhólsveg 22.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór