Jólakort SOS Barnaþorpanna eru komin út. Um er að ræða fjögur ný kort sem hönnuð eru af Heklu Björk Guðmundsdóttur en hún hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir fallega hönnun. Kortin eru annars vegar 13 x 13 cm og hins vegar 10 x 21 cm. Minni kortin (13 x 13) eru með kveðjunni „Gleðileg jól og farsælt nýtt ár“ en fallegt kvæði er með stærri (10 x 21) kortunum. Hvert stykki af jólakortunum kostar 400 krónur.
Einnig eru SOS Barnaþorpin með eldri jólakort til sölu, meðal annars kort eftir Maríu Möndu, Huldu Ólafsdóttur og Ingibjörgu Eldon Logadóttur. Hægt er að panta jólakortin á www.sos.is eða í síma 564-2910. Þá er skrifstofa samtakanna opin alla virka daga.