Jólakort SOS barnaþorpanna

Jólakort SOS Barnaþorpanna eru komin út. Um er að ræða fjögur ný kort sem hönnuð eru af Heklu Björk Guðmundsdóttur en hún hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir fallega hönnun. Kortin eru annars vegar 13 x 13 cm og hins vegar 10 x 21 cm. Minni kortin (13 x 13) eru með kveðjunni „Gleðileg jól og farsælt nýtt ár“ en fallegt kvæði er með stærri (10 x 21) kortunum. Hvert stykki af jólakortunum kostar 400 krónur.

Einnig eru SOS Barnaþorpin með eldri jólakort til sölu, meðal annars kort eftir Maríu Möndu, Huldu Ólafsdóttur og Ingibjörgu Eldon Logadóttur. Hægt er að panta jólakortin á www.sos.is eða í síma 564-2910. Þá er skrifstofa samtakanna opin alla virka daga.

jólakort 4

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð